Innlent

Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Búrfellsvirkjun.
Búrfellsvirkjun. Mynd/Landsvirkjun

Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur.

Þetta kemur fram í svörum Landsvirkjunar við fyrirspurn Vísis. Bilunin er sögð ein af ástæðum þess að Landsvirkjun hefur ákveðið að skerða afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og annarra stórnotenda með skerðanlega skammtímasamninga, eins og gagnavera og álvera.

Í svörum fyrirtækisins segir að unnið sé að bilanagreiningu og rifum þannig að hægt sé að hefja eiginlega viðgerðarvinnu. Áætlað hafi verið að hefja vinnu við útskipti á vatnshjóli sömu vélar 16. janúar næstkomandi.

„Ljóst er að [vélin] er ekki rekstrarhæf fram að þeim tíma. Vinna við útskipti á vatnshjóli mun standa fram í byrjun maí. Rétt er að taka fram að þessi vél er ein af 7 vélum í Búrfelli en þær eru sjaldast allar keyrðar í einu. Hinar vélarnar verða að líkindum keyrðar meira á meðan þessi er úti, sem eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins,“ segir í svörum Landsvirkjunar.


Tengdar fréttir

Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu

Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku.

Hag­kerfið stendur og fellur með flutnings­kerfinu

Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×