Lokað vegna rafmagnsleysis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. desember 2021 10:30 Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið. Lítið hefur þokast síðustu ár Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi. Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið. Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn. Biluð jólaséría Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis. Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu. Vinna sem þarf að vinna Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Orkumál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið. Lítið hefur þokast síðustu ár Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi. Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið. Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn. Biluð jólaséría Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis. Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu. Vinna sem þarf að vinna Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar