Erlent

Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump var eitt sinn forseti Bandaríkjanna. Ekki lengur.
Donald Trump var eitt sinn forseti Bandaríkjanna. Ekki lengur. Michael Zarrilli/Getty Images)

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump.

Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins.

Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar.

Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins.

Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden.

Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið.

Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina.


Tengdar fréttir

Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence

Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×