Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Eiður Þór Árnason skrifar 9. desember 2021 23:00 Málið komst upp á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV en búið er að skrifa undir dómsátt í málinu. Konan, sem er ríflega fimmtug amma, fékk engar athugasemdir í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018 og greindist tveimur árum síðar með ólæknandi leghálskrabbamein. Þá var of seint að senda konuna í aðgerð. Við endurskoðun á sýninu frá 2018 kom í ljós að það hafi verið ranglega greint. Fram kom í apríl að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfislæg mistök hafi verið gerð í máli konunnar. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að úttektin staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafi ekki verið í lagi. Vonar að niðurstaðan verði fordæmisgefandi Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Í kjölfar málsins voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þeim var ráðlagt að fara í keiluskurð. Sævar segir í samtali við RÚV að dómsáttin í máli konunnar sé ásættanleg. Vonar hann að hún verði fordæmisgefandi fyrir mál annarra kvenna sem fengu ranga niðurstöðu úr krabbameinsskimunum hjá Leitarstöðinni. Sævar upplýsir ekki í samtali við RÚV hver bótafjárhæðin sé nema að hún hlaupi á tugum milljónum króna. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV en búið er að skrifa undir dómsátt í málinu. Konan, sem er ríflega fimmtug amma, fékk engar athugasemdir í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018 og greindist tveimur árum síðar með ólæknandi leghálskrabbamein. Þá var of seint að senda konuna í aðgerð. Við endurskoðun á sýninu frá 2018 kom í ljós að það hafi verið ranglega greint. Fram kom í apríl að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfislæg mistök hafi verið gerð í máli konunnar. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að úttektin staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafi ekki verið í lagi. Vonar að niðurstaðan verði fordæmisgefandi Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Í kjölfar málsins voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þeim var ráðlagt að fara í keiluskurð. Sævar segir í samtali við RÚV að dómsáttin í máli konunnar sé ásættanleg. Vonar hann að hún verði fordæmisgefandi fyrir mál annarra kvenna sem fengu ranga niðurstöðu úr krabbameinsskimunum hjá Leitarstöðinni. Sævar upplýsir ekki í samtali við RÚV hver bótafjárhæðin sé nema að hún hlaupi á tugum milljónum króna.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10
Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46