Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Bjarni Bjarnason skrifar 10. desember 2021 08:00 Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bjarni Bjarnason Vindorka Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR.
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun