Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire. AP Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Þetta er niðurstaða kviðdóms en réttarhöld í máli hins 39 ára Smollett hafa staðið í Chicago í Bandaríkjunum síðustu daga. Smollett neitaði því sem fram kom í ákæru um að hann hafi sviðsett árásina gegn sér. Saksóknarar fullyrtu að Smollett hafi „logið í marga klukkutíma“ í vitnastúku þar sem hann hafi endurtekið það sem hann sagði lögreglunni í Chicago eftir árásina. Kviðdómur fann hann sekan í fimm ákæruliðum, en hver ákæruliður getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þar sem Smollett er með hreina sakaskrá telja sérfræðingar að Smollett megi eiga von á stuttum fangelsisdómi eða jafnvel skilorðsbundnum dómi, að því er segir í frétt BBC. Enn er ekki komin dagsetning hvenær dómari mun greina frá refsingu Smolletts. Smollett, sem er bæði svartur og samkynhneigður og sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, tilkynnti lögreglu um árásina í janúar 2019. Sagði hann tvo árásarmenn hafa hrópað að honum ýmsum ókvæðisorðum og slagorð stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þá sagði hann mennina hafa kastað kemísku efni á hann og komið snöru fyrir utan um hálsinn á honum þar sem hann var á gangi heim síðla nætur í Chicago. Lögregla hóf svo rannsókn á málinu í febrúar sama ár vegna gruns um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Átti hann að hafa greitt bræðrunum Abimbola og Olabinjo Osundairo alls 3.500 dali, um hálfa milljón króna, fyrir það að ráðast á sig. Abimbola hafði þá starfað sem aukaleikari í þáttunum Empire. Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Þetta er niðurstaða kviðdóms en réttarhöld í máli hins 39 ára Smollett hafa staðið í Chicago í Bandaríkjunum síðustu daga. Smollett neitaði því sem fram kom í ákæru um að hann hafi sviðsett árásina gegn sér. Saksóknarar fullyrtu að Smollett hafi „logið í marga klukkutíma“ í vitnastúku þar sem hann hafi endurtekið það sem hann sagði lögreglunni í Chicago eftir árásina. Kviðdómur fann hann sekan í fimm ákæruliðum, en hver ákæruliður getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þar sem Smollett er með hreina sakaskrá telja sérfræðingar að Smollett megi eiga von á stuttum fangelsisdómi eða jafnvel skilorðsbundnum dómi, að því er segir í frétt BBC. Enn er ekki komin dagsetning hvenær dómari mun greina frá refsingu Smolletts. Smollett, sem er bæði svartur og samkynhneigður og sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, tilkynnti lögreglu um árásina í janúar 2019. Sagði hann tvo árásarmenn hafa hrópað að honum ýmsum ókvæðisorðum og slagorð stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þá sagði hann mennina hafa kastað kemísku efni á hann og komið snöru fyrir utan um hálsinn á honum þar sem hann var á gangi heim síðla nætur í Chicago. Lögregla hóf svo rannsókn á málinu í febrúar sama ár vegna gruns um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Átti hann að hafa greitt bræðrunum Abimbola og Olabinjo Osundairo alls 3.500 dali, um hálfa milljón króna, fyrir það að ráðast á sig. Abimbola hafði þá starfað sem aukaleikari í þáttunum Empire.
Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06