Leikjavísir

Stiklusúpa: Nýir leikir og þættir kynntir til leiks á Game Awards

Samúel Karl Ólason skrifar
FotoJet

Verðlaunahátíðin Game Awards fór fram í gærkvöldi og í nótt en þar nota framleiðendur leikja og sjónvarpsefnis tækifærið til að sýna leiki og þætti sem eru í vinnslu. Í gær var þar engin breyting á.

Meðal annars var kynntur nýr leikur úr söguheimi Star Wars, nýr leikur úr söguheimi Dune, leikur um Wonder Woman og fyrsta stikla Halo-sjónvarpsþáttanna var sýnd.

Hér að neðan má sjá stiklað á stóru yfir það sem kynnt var í gær en vert er að benda á að það er ekki í neinni röð.

Elden Ring

Elden Ring er  frá From Software sem eru þekktastir fyrir Souls-leikina svokölluðu en Elden Ring fylgir formúlu þeirra leikja fast eftir. Saga Elden Ring er samin af þeim Hidetaka Miyazaki og George R. R. Martin.

Dune: Spice Wars

Dune er 4x herkænskuleikur en í honum eiga spilarar að berjast um yfirráð á plánetunni Arrakis.

Halo

Paramount birti í gær fyrstu stikluna úr þáttunum Halo, sem byggja á gífurlega vinsælum tölvuleikjum sem bera sama nafn.

Senua‘s Saga: Hellblade 2

Ninja Theory sýndi nokkurra mínútna myndband úr Hellblade 2 þar sem stríðskonan Senua berst við risa og raddirnar í höfðinu á sér.

Star Wars Eclipse

Lucasfilm Games og Quantic Dream eru að gera saman leik í söguheimi Star Wars. Spilarar eiga að geta spilað sem nokkrar persónur en Quantic Dream eru þekkt fyrir að söguleiki sem hafa marga mögulega enda. Leikurinn ku ekki vera kominn langt í framleiðslu.

Suicide Squad: Kill the Justice League

Vondu karlarnir í Suicide Squad eiga að gera útaf við hetjurnar í Justice League. Warner Bros Games sýndi spilun leiksins.

Wonder Woman

Warner Bros opinberuðu einnig að vinna er hafin að leik um ofurhetjuna Wonder Woman en hann er gerður af sama fyrirtæki og gerði Shadow of Mordor leikina vinsælu.

Forspoken

Square Enix sýndi brot úr ævintýraleiknum Forspoken.

HomeWorld 3

Rúmir tveir áratugiri eru síðan Homeworld 2 kom út og er kominn tími á þriðja leikinn. Hann á að koma út í lok næsta árs.

Alan Wake 2

Remedy opinberaði tilvist Alan Wake 2 og verður það fyrsti hryllingsleikur fyrirtækisins en til stendur að gefa hann út árið 2023.

The Matrix Resurrections

Sýnd var stikla fyrir kvikmyndina Matrix Resurrections.

The Matrix Awakens Unreal Engine

Einnig var sýnt langt myndband um The Matrix Awakens: An Unreal Engine 5 experience. Þar er um að ræða tæknikynningu sem eigendur PS5 og Xbox Series X/S geta prófað.

Sonic the Hedgehog 2

Paramount kynnti nýja mynd um Sonic.

Sonic Frontiers

Einnig var sýnd stikla fyrir leik um Sonic sem á að koma út í lok ársins 2022.

PUBG Battlegrounds

Battle Royal-leikurinn PUBG Battlegrounds verður ókeypis á næsta ári.

Nightingale

Nightingale er nýr leikur frá fyrrverandi starfsmönnum Bioware.

CrossfireX

Skotleikurinn CrossfireX fá Xbox verður gefinn út í febrúar.

Star Trek Resurgence

Dramatic Labs opinberaði nýjan Star Trek leik sem verið er að framleiða í samvinnu við ViacomCBS. Saga leiksins á að gerast skömmu eftir þættina Star Trek: The Next Generation.

Horizon Forbidden West

Framleiðendur Horizon Forbidden West sýndu nýja stiklu úr leiknum.

The Lord of the Rings: Gollum

Áhorfendur Game Awards sáu nýja stiklu leiksins The Lord of the Rings: Gollum. Leikurinn fjallar um fyrrverandi Hobbitan Gollum og gerist á milli þess þegar hann finnur hringinn og sögu Lord of The Rings.

Dying Light 2

Sýnd var ný stikla fyrir leikinn Dying Light sem sýnir harðan söguheim leiksins og hættulega uppvakninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.