Jóhann Berg lék allan leikin í marka­lausu jafn­tefli | Leicester valtaði yfir New­cast­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Newcastle United v Burnley - Premier League
Getty/Stu Forster

Burnley gerði markalaust jafntefli við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann Leicester City öruggan 4-0 stórsigur á nýríku Newcastle United.

Jóhann Berg lék allan leikinn í stöðu vængmanns er Burnley tók á móti West Ham United. Engin mörk voru skoruð á Turf Moor í dag og lauk leiknum því með markalausu jafntefli.

Youri Tielemans kom Leicester á bragðið gegn Newcastle með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari hrundu sveinar Eddie Howe algjörlega. Patson Daka kom heimamönnum í 2-0 og Tielemans gerði út um leikinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Patson Daka skoraði svo fjórða mark Leicester og niðurlæging Newcastle algjör, lokatölur 4-0 Leicester í vil.

West Ham eru í 4. sæti deildarinnar með 28 stig, Leicester er í 8. sæti með 22 stig, Burnley er í 18. sæti með 11 stig og Newcastle er með 10 stig í 19. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira