Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö.
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö. Stöð 2

Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Kristinn Hrafnsson ritstjóra Wikileaks um úrskurð sem féll í Bretlandi í dag um að framselja megi Julian Assange til Bandaríkjanna. Hann segir niðurstöðuna hræðilega en að málinu sé alls ekki lokið.

Þá sjáum við sláandi myndir sem blaðamaður Stundarinnar tók í Svíþjóð af gríðarlegu magni af plasti frá Íslandi sem legið hefur óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð í fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum, fylgjumst með nýstárlegri hárgreiðslustofu þar sem börn klippa fullorðna og heyrum í móður Birkis Blæs, sem keppir til úrslita í sænska Idolinu í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×