Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 21:02 Blaðamaður Stundarinnar náði myndum af gríðarlegu magni íslensks plasts í vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð á dögunum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, stjórnandi hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu, segir málið mikil vonbrigði. Samsett/Stundin Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ --- Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ ---
Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02