Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur um áratugaskeið staðið fyrir matar- og gjafaúthlutun fyrir jólin fyrir þá sem á þurfa að halda.
„Staðan er bara þannig að við erum að klára að taka á móti umsóknum og það er fækkun frá því í fyrra sem er mjög ánægjulegt,“ segir Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
„Fimmtán hundruð og sextíu heimili sem við aðstoðuðum í fyrra. Við eigum von á að það verði ellefu hundruð heimili í ár sem er mjög ánægjulegt þegar það er svona fækkun. Það þýðir að það gengur eitthvað betur. Ekki eins margir atvinnulausir,“ segir Anna
Hún segir hópinn fjölbreyttan sem sæki um aðstoð. „Það er mikið af öryrkjum og svo er þetta bara allavegana fólk svo auðvitað hjálpum við öllum fíklum sem leita til okkar. Það er svona eitthvað sem við höfum alltaf gert.“
Hún segir kostnað við úthlutunina vera í kringum þrjátíu milljónir en margir séu tilbúnir að styrkja nefndina.
„Við fáum góða aðstoð frá ýmsum einstaklingum, fyrirtækjum og það bara æðislegt hvað fólkið er jákvætt og margir góðir.“