Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 17:45 Steven Gerrard þakkar Jürgen Klopp fyrir leikinn. Gerrard var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum. Clive Brunskill/Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm. „Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
„Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira