Enski boltinn

Rangnick fyrstur til að halda hreinu í fyrstu tveim í 118 ár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ralf Rangnick veit að það er ýmislegt sem þarf að laga hjá United, þar á meðal varnaleikur liðsins.
Ralf Rangnick veit að það er ýmislegt sem þarf að laga hjá United, þar á meðal varnaleikur liðsins. Getty/Simon Stacpoole

Ralf Rangnick, nýráðinn bráðabirgðastjóri Manchester United, varð í kvöld aðeins annar þjálfari liðsins til að fá ekki á sig mark í fyrstu tveim deildarleikjum sínum sem stjóri liðsins.

Sá eini sem hafði náð þessu áður en Rengnick kom til sögunnar var Ernest Mangnall þegar hann tók við liðinu árið 1903, eða fyrir 118 árum.

Varnarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska á yfirstandandi tímabili, en liðið hefur fengið á sig 24 mörk í 16 leikjum. Rangnick hefur sjálfur talað um að varnarleikurinn sé einn af þeim fjölmöegu þáttum sem þarf að laga innan félagsins.

Liðið hefur farið ágætlega af stað undir stjórn Þjóðverjans og unnið sigra gegn Crystal Palace og Norwich í ensku úrvalsdeildinni. United situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 16 leiki.


Tengdar fréttir

Ronaldo tryggði United þriðja sigurinn í röð

Manchester United hefur unnið seinustu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni, og er ósigrað í seinustu fjórum, eftir nauman 1-0 sigur gegn nýliðum Norwich í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×