Fótbolti

Auba­mey­ang aftur í aga­banni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aubameyang hefur aðeins skorað fjögur mörk í 14 leikjum á leiktíðinni.
Aubameyang hefur aðeins skorað fjögur mörk í 14 leikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/NEIL HALL

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, virðist eiga frekar erfitt með að halda sig réttu megin við þau lög og reglur sem Mikel Arteta hefur sett hjá félaginu. 

Það vakti athygli þegar liðsskipan Arsenal fyrir leikinn gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær var birt. Stjörnuframherjinn og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang var hvergi sjáanlegur í liðsuppstillingu heimaliðsins. Hann var ekki einu sinni á bekknum.

Mikel Arteta ræddi við fjölmiðla fyrir leik og staðfesti að Aubameyang væri ekki með þar sem hann hefði brotið agareglur félagsins. Ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem slíkt gerist.

Arsenal virtist ekki sakna fyrirliðans neitt gríðarlega en liðið vann einkar sannfærandi 3-0 sigur. Alexandre Lacazette nýtti tækifærið og skoraði fyrsta mark leiksins. Martin Ödegaard bætti öðru marki við áður en Gabriel gulltryggði sigurinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn.

Aubameyang hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og aðeins skorað fjögur mörk í 14 deildarleikjum á leiktíðinni. Hann er á himinháum launum og er samningsbundinn Arsenal til ársins 2023.

Spurningin er nú hvort Arteta láti hann dúsa á bekknum þar sem liðið virðist vel geta spilað án hans.


Tengdar fréttir

Dramatík á Brúnni | Öruggt hjá Arsenal

Það var mikil dramatík er Leeds United sótti Chelsea heim. Fór það svo að heimamenn unnu 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá vann Arsenal þægilegan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×