Veittu skátunum veglegan styrk Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 12:35 Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi, Guðni forseti og Kristján Gíslason hringfari. Halldór Valberg Hringfarinn Kristján Gíslason og eiginkona hans Ásdís Rósa Baldursdóttir vilja láta gott af sér leiða og hafa meðal annars stutt við bataferli fíkla. Læt að nýju styrktarmálefni leiddi þau að fjölskylduskátun, nýju verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Í gær veittu þau skátunum tíu milljóna króna styrk. Fjölskylduskátastarf er fyrir börn sem ekki hafa náð hinum hefðbundna skátaaldri og forráðafólk þeirra. Markmið starfsins er gera öllum fjölskyldum kleift að stunda saman skipulagt tómstundastarf þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri á að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, njóta útivistar, líða vel í eigin skinni, vera sjálfstæðir leiðtogar í eigin lífi og með sterka sjálfsmynd. Hugmyndin hefur þegar fengið tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Börn undir átta ára aldri taka þátt í skátastarfi ásamt forráðafólki sínu.Halldór Valberg Skátastarf hefur til þessa almennt hafist við átta ára aldur. Boðið hefur verið upp á starfið til reynslu í þrjú ár og hefur það gefið góða raun. Fjölskyldur í starfinu hafa komið saman tvisvar sinnum í mánuði í skipulögðu starfi sem reyndir skátaforingjar og forráðafólkið sem fylgir börnunum hjálpast að við að leiða. Þetta nýja starf kallar á þróun í dagskrárefni og verður það einnig útbúið til að fjölga fjölskylduskátasveitum. Bókastyrkur að hluta Kristján og Ásdís Rósa ákváðu eftir að hafa kynnt sér málið að styrkja skátana veglega til að byggja upp þessa nýjung í skátastarfinu. Heildarstyrkur Hringfarans til skátanna eru 10 milljónir króna. Hluti styrksins eða 2 milljónir verður afhentur í formi bóka sem þau hafa gefið út og verða seldar í Skátabúðinni. Bækurnar eru Hringfarinn, Sliding Through (ensk útgáfa Hringfarans) og Andlit Afríku. Söluandvirði bókanna sem seljast í Skátabúðinni rennur óskipt til skátastarfsins. Aðstandendur styrktarsjóðsins, Kristján Gíslason og Ásdís Rósa Baldursdóttir, vilja einnig miðla reynslu sinni til skáta og annarra sem áhuga hafa á þeirra reynslu. Hrigfarinn tók að sjálfsögðu þátt í leik.Halldór Valberg Forsetinn lét sig ekki vanta Styrkurinn var afhentur formlega í morgun að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en hann er einnig verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi. „Mér lýst afskaplega vel á þetta nýja starf skátanna sem stefnir að því að fjölskyldur komi saman og njóti þessa að brúa bil milli kynslóðanna,“ sagði forsetinn. „Við erum ákaflega þakklát fyrir þennan stuðning,“ sagði Helga Þórey Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri skátanna. Hún og Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi, veittu styrknum móttöku að viðstöddum skátum sem taka þátt í fjölskylduskátastarfi. Í framhaldi hófst fjölskylduskátafundur við skátaheimilið á Álftanesi, Bjarnastöðum. Þar fóru fram leikir og verkefni sem að fjölskylduskátar tóku þátt í af gleði, þrátt fyrir rigningu og rok. Börn og uppeldi Forseti Íslands Félagasamtök Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Fjölskylduskátastarf er fyrir börn sem ekki hafa náð hinum hefðbundna skátaaldri og forráðafólk þeirra. Markmið starfsins er gera öllum fjölskyldum kleift að stunda saman skipulagt tómstundastarf þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri á að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, njóta útivistar, líða vel í eigin skinni, vera sjálfstæðir leiðtogar í eigin lífi og með sterka sjálfsmynd. Hugmyndin hefur þegar fengið tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Börn undir átta ára aldri taka þátt í skátastarfi ásamt forráðafólki sínu.Halldór Valberg Skátastarf hefur til þessa almennt hafist við átta ára aldur. Boðið hefur verið upp á starfið til reynslu í þrjú ár og hefur það gefið góða raun. Fjölskyldur í starfinu hafa komið saman tvisvar sinnum í mánuði í skipulögðu starfi sem reyndir skátaforingjar og forráðafólkið sem fylgir börnunum hjálpast að við að leiða. Þetta nýja starf kallar á þróun í dagskrárefni og verður það einnig útbúið til að fjölga fjölskylduskátasveitum. Bókastyrkur að hluta Kristján og Ásdís Rósa ákváðu eftir að hafa kynnt sér málið að styrkja skátana veglega til að byggja upp þessa nýjung í skátastarfinu. Heildarstyrkur Hringfarans til skátanna eru 10 milljónir króna. Hluti styrksins eða 2 milljónir verður afhentur í formi bóka sem þau hafa gefið út og verða seldar í Skátabúðinni. Bækurnar eru Hringfarinn, Sliding Through (ensk útgáfa Hringfarans) og Andlit Afríku. Söluandvirði bókanna sem seljast í Skátabúðinni rennur óskipt til skátastarfsins. Aðstandendur styrktarsjóðsins, Kristján Gíslason og Ásdís Rósa Baldursdóttir, vilja einnig miðla reynslu sinni til skáta og annarra sem áhuga hafa á þeirra reynslu. Hrigfarinn tók að sjálfsögðu þátt í leik.Halldór Valberg Forsetinn lét sig ekki vanta Styrkurinn var afhentur formlega í morgun að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en hann er einnig verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi. „Mér lýst afskaplega vel á þetta nýja starf skátanna sem stefnir að því að fjölskyldur komi saman og njóti þessa að brúa bil milli kynslóðanna,“ sagði forsetinn. „Við erum ákaflega þakklát fyrir þennan stuðning,“ sagði Helga Þórey Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri skátanna. Hún og Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi, veittu styrknum móttöku að viðstöddum skátum sem taka þátt í fjölskylduskátastarfi. Í framhaldi hófst fjölskylduskátafundur við skátaheimilið á Álftanesi, Bjarnastöðum. Þar fóru fram leikir og verkefni sem að fjölskylduskátar tóku þátt í af gleði, þrátt fyrir rigningu og rok.
Börn og uppeldi Forseti Íslands Félagasamtök Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira