Finnbogi segir Bergsvein ljúga Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 16:08 Enn færist hiti í deilur þeirra Finnboga og Bergsveins. Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. Deilur þeirra Finnboga og Bergsveins hófust þegar sá fyrrnefndi steig fram í gær með ásakanir um ritstuld. Samkvæmt Finnboga hafði Bergsveinn notað sama orðalag í bók sinni Svar við bréfi Helgu, sem kom út árið 2010, og Finnbogi notaði í bókinni Einræður Steinólfs frá árinu 2003. Bergsveinn svaraði þessum ásökunum Finnboga í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi þar sem hann sagði Finnboga kasta steinum úr glerhúsi og sagði hann ekki hafa gengið endanlega frá bókinni Einræður Steinólfs til prentunar heldur hafi það verið Páll Valsson. „Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana,“ skrifaði Bergsveinn. „Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar.“ Er innanbrjósts eins og Jóni þjófi Mynd úr bók Finnboga.Finnbogi Hermannsson Finnbogi hefur nú svarað grein Bergsveins og segir Bergsvein ljúga og birtir ljósmynd til að sanna mál sitt. „Það er fyrst til að taka, að ég, Finnbogi, er hjartanlega sammála skáldinu Bergsveini Birgissyni um að mig skorti frumleika. Ég hef verið að leita að frumleika allt mitt líf og reynt að byggja hann upp í bráðum 80 ár en er ekki kominn lengra en sem þessu nemur,“ skrifar Finnbogi og bætir svo við. „Aftur á móti sýnist mér það ekki mjög frumlegt að ljúga því blákalt á prenti að ég hafi endurútgefið Einræður Steinólfs bónda í Fagradal án þess að útgáfuréttur hans væri virtur og hans ekki getið aftan við C-ið. Þar stendur C Finnbogi Hermannsson/Steinólfur Lárusson.“ Samskipti við fjölskylduna með ágætum Þá segir Finnbogi að það hafi verið Steinólfur sjálfur sem hafi beðið hann að skrifa ævisögu sína árið 2002. Hann segir bókina hafa verið metsölubók árið 2003 og prentuð tvisvar ári seinna. Þar sem bókin hafi fljótt orðið uppseld hafi hann ákveðið að gefa hana út árið 2019 með viðbótum. Í greininni sem birtist í gær skrifaði Bergsveinn að Finnbogi hefði nýtt sér það að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður og tekið handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann þegar hann gaf bókina út að nýju árið 2019. „Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans.“ Þessu hafnar Finnbogi og segir samskiptin við fjölskylduna hafa verið góð. „Tók ég viðtöl við öll börn hans um uppvöxtinn í Fagradal og færði inn í bókina. Öll voru þau samskipti með ágætum. Því finnst mér þurfa mikinn og merkilegan frumleika til að halda öðru fram,“ skrifar Finnbogi í svari sínu í dag og bætir við. „Raunar er þetta smjörklípuaðferð rökþrota skálds sem staðinn hefur verið að ritstuldi á sjö ára gömlu efni frá skáldyrðingi vestur á fjörðum. Eitthvert fimbulfamb um frændsemi og því um líkt er út í hött. Lýk ég svo þessu svari við bréfi Bergsveins og óska honum alls velfarnaðar.“ Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Sjá meira
Deilur þeirra Finnboga og Bergsveins hófust þegar sá fyrrnefndi steig fram í gær með ásakanir um ritstuld. Samkvæmt Finnboga hafði Bergsveinn notað sama orðalag í bók sinni Svar við bréfi Helgu, sem kom út árið 2010, og Finnbogi notaði í bókinni Einræður Steinólfs frá árinu 2003. Bergsveinn svaraði þessum ásökunum Finnboga í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi þar sem hann sagði Finnboga kasta steinum úr glerhúsi og sagði hann ekki hafa gengið endanlega frá bókinni Einræður Steinólfs til prentunar heldur hafi það verið Páll Valsson. „Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana,“ skrifaði Bergsveinn. „Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar.“ Er innanbrjósts eins og Jóni þjófi Mynd úr bók Finnboga.Finnbogi Hermannsson Finnbogi hefur nú svarað grein Bergsveins og segir Bergsvein ljúga og birtir ljósmynd til að sanna mál sitt. „Það er fyrst til að taka, að ég, Finnbogi, er hjartanlega sammála skáldinu Bergsveini Birgissyni um að mig skorti frumleika. Ég hef verið að leita að frumleika allt mitt líf og reynt að byggja hann upp í bráðum 80 ár en er ekki kominn lengra en sem þessu nemur,“ skrifar Finnbogi og bætir svo við. „Aftur á móti sýnist mér það ekki mjög frumlegt að ljúga því blákalt á prenti að ég hafi endurútgefið Einræður Steinólfs bónda í Fagradal án þess að útgáfuréttur hans væri virtur og hans ekki getið aftan við C-ið. Þar stendur C Finnbogi Hermannsson/Steinólfur Lárusson.“ Samskipti við fjölskylduna með ágætum Þá segir Finnbogi að það hafi verið Steinólfur sjálfur sem hafi beðið hann að skrifa ævisögu sína árið 2002. Hann segir bókina hafa verið metsölubók árið 2003 og prentuð tvisvar ári seinna. Þar sem bókin hafi fljótt orðið uppseld hafi hann ákveðið að gefa hana út árið 2019 með viðbótum. Í greininni sem birtist í gær skrifaði Bergsveinn að Finnbogi hefði nýtt sér það að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður og tekið handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann þegar hann gaf bókina út að nýju árið 2019. „Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans.“ Þessu hafnar Finnbogi og segir samskiptin við fjölskylduna hafa verið góð. „Tók ég viðtöl við öll börn hans um uppvöxtinn í Fagradal og færði inn í bókina. Öll voru þau samskipti með ágætum. Því finnst mér þurfa mikinn og merkilegan frumleika til að halda öðru fram,“ skrifar Finnbogi í svari sínu í dag og bætir við. „Raunar er þetta smjörklípuaðferð rökþrota skálds sem staðinn hefur verið að ritstuldi á sjö ára gömlu efni frá skáldyrðingi vestur á fjörðum. Eitthvert fimbulfamb um frændsemi og því um líkt er út í hött. Lýk ég svo þessu svari við bréfi Bergsveins og óska honum alls velfarnaðar.“
Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Sjá meira