Mercedes leggur fram kvartanir varðandi úrslitin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 19:00 Mercedes-liðið hefur lagt fram opinberar kvartanir varðandi framkvæmd lokakappaksturs tímabilsins í Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri. Kvartanirnar tvær snúa að því að annars vegar fékk bara hluti af þeim bílum sem höfðu verið hringaðir að fara fram úr öryggisbílnum undir lok keppninnar, og hins vegar að Verstappen hafi tekið fram úr Hamilton á meðan öryggisbíllinn var enn í gildi. Forráðamenn liðanna tveggja, Mercedes og Red Bull, hafa fundað í tvígang með keppnishöldurum eftir kappaksturinn, en Mercedes hafa haft lögmann með sér á fundina. Þá hafa sögur einnig verið á kreiki um það að Mercedes hafi kært framkvæmdina til CAS (Court of Arbitration for Sport), Gerðardóms íþróttamála, en það þýðir að mögulega fæst ekki niðurstaða í málið fyrr en eftir einhverja mánuði. Confirmed: Mercedes have gone to the CAS. This is going down to the court of arbitration. The result will not be confirmed for months now.— Jordan 💯➕3️⃣ (@F1_Jordan) December 12, 2021 Þegar komið var að næst síðasta hring keppninnar voru fimm bílar sem höfðu verið hringaðir á milli Hamilton í fyrsta sætinu og Verstappen í öðru sætinu. Öryggisbíllinn var á brautinni, og þrátt fyrir að Verstappen væri kominn á ný dekk hafði Hamilton ekki áhyggjur þar sem að þessir fimm bílar gáfu honum nægan tíma til að klára áður en Verstappen myndi ná honum. Öllum að óvörum var ákveðið að leyfa þessum fimm bílum að fara fram úr öryggisbílnum áður en komið var að lokahringnum og því fékk Verstappen gullið tækifæri til að stela heimsmeistaratitlinum af Hamilton, sem og hann svo gerði. Aðrir fengu ekki að fara fram úr Athygli vakti að aðeins þessir fimm bílar hafi fengið að fara fram úr öryggisbílnum þar sem að aðrir þrír höfðu verið hringaðir, en þeir þrír fengu ekki leyfi til að skjótast fram fyrir röðina. Þarna vilja forsvarsmenn Mercedes meina að þetta hafi verið brot á grein 48.12 í reglubók FIA þar sem kemur fram að „þeir bílar sem hafa verið hringaðir af fremsta manni þurfa að fara fram úr öðrum bílum, og öryggisbílnum, áður en öryggisbíllinn fellur úr gildi.“ Þá vilja þeir einnig meina að Verstappen hafi brotið grein 48.8 þar sem kemur fram að ekki megi taka fram úr öðrum bílum, né öryggisbílnum, fyrr en hann hefur farið yfir endalínuna í fyrsta skipti eftir að öryggisbíllinn hefur snúið aftur á þjónustusvæðið. BREAKING: Mercedes have protested "against the classification established at the end of the Competition", relating to alleged breaches of Articles 48.8 and 48.12 of the FIA Sporting Regulations#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/bO6BLN8lv5— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hafa ekki mætt í viðtöl Forsvarsmenn Mercedes hafa ekki mætt í eitt einasta viðtal eftir kappaksturinn og Hamilton var hvergi sjáanlegur þegar blaðamannafundurinn eftir kappaksturinn fór fram. Þegar Verstappen heyrði af kvörtunum Mercedes-manna, vildi hann þó ekki tjá sig of mikið um málið við viðstadda blaðamenn. „Ég hef ekki mikið að segja um þetta mál,“ sagði Hollendingurinn. „Ég held að þetta gefi ágætis myn af því hvernig tímabilið er búið að vera.“ Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Kvartanirnar tvær snúa að því að annars vegar fékk bara hluti af þeim bílum sem höfðu verið hringaðir að fara fram úr öryggisbílnum undir lok keppninnar, og hins vegar að Verstappen hafi tekið fram úr Hamilton á meðan öryggisbíllinn var enn í gildi. Forráðamenn liðanna tveggja, Mercedes og Red Bull, hafa fundað í tvígang með keppnishöldurum eftir kappaksturinn, en Mercedes hafa haft lögmann með sér á fundina. Þá hafa sögur einnig verið á kreiki um það að Mercedes hafi kært framkvæmdina til CAS (Court of Arbitration for Sport), Gerðardóms íþróttamála, en það þýðir að mögulega fæst ekki niðurstaða í málið fyrr en eftir einhverja mánuði. Confirmed: Mercedes have gone to the CAS. This is going down to the court of arbitration. The result will not be confirmed for months now.— Jordan 💯➕3️⃣ (@F1_Jordan) December 12, 2021 Þegar komið var að næst síðasta hring keppninnar voru fimm bílar sem höfðu verið hringaðir á milli Hamilton í fyrsta sætinu og Verstappen í öðru sætinu. Öryggisbíllinn var á brautinni, og þrátt fyrir að Verstappen væri kominn á ný dekk hafði Hamilton ekki áhyggjur þar sem að þessir fimm bílar gáfu honum nægan tíma til að klára áður en Verstappen myndi ná honum. Öllum að óvörum var ákveðið að leyfa þessum fimm bílum að fara fram úr öryggisbílnum áður en komið var að lokahringnum og því fékk Verstappen gullið tækifæri til að stela heimsmeistaratitlinum af Hamilton, sem og hann svo gerði. Aðrir fengu ekki að fara fram úr Athygli vakti að aðeins þessir fimm bílar hafi fengið að fara fram úr öryggisbílnum þar sem að aðrir þrír höfðu verið hringaðir, en þeir þrír fengu ekki leyfi til að skjótast fram fyrir röðina. Þarna vilja forsvarsmenn Mercedes meina að þetta hafi verið brot á grein 48.12 í reglubók FIA þar sem kemur fram að „þeir bílar sem hafa verið hringaðir af fremsta manni þurfa að fara fram úr öðrum bílum, og öryggisbílnum, áður en öryggisbíllinn fellur úr gildi.“ Þá vilja þeir einnig meina að Verstappen hafi brotið grein 48.8 þar sem kemur fram að ekki megi taka fram úr öðrum bílum, né öryggisbílnum, fyrr en hann hefur farið yfir endalínuna í fyrsta skipti eftir að öryggisbíllinn hefur snúið aftur á þjónustusvæðið. BREAKING: Mercedes have protested "against the classification established at the end of the Competition", relating to alleged breaches of Articles 48.8 and 48.12 of the FIA Sporting Regulations#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/bO6BLN8lv5— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hafa ekki mætt í viðtöl Forsvarsmenn Mercedes hafa ekki mætt í eitt einasta viðtal eftir kappaksturinn og Hamilton var hvergi sjáanlegur þegar blaðamannafundurinn eftir kappaksturinn fór fram. Þegar Verstappen heyrði af kvörtunum Mercedes-manna, vildi hann þó ekki tjá sig of mikið um málið við viðstadda blaðamenn. „Ég hef ekki mikið að segja um þetta mál,“ sagði Hollendingurinn. „Ég held að þetta gefi ágætis myn af því hvernig tímabilið er búið að vera.“
Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira