Innlent

Konan fannst heil á húfi eftir leit á Norðurbakka

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglubílar, sjúkrabílar, dælubílar og gúmmíbátar hafa meðal annars sést á svæðinu.
Lögreglubílar, sjúkrabílar, dælubílar og gúmmíbátar hafa meðal annars sést á svæðinu. Jón Sigurðsson

Lögregla og slökkvilið var kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði á ellefta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að kona hafi mögulega farið út í sjó. Konan fannst heil á húfi rétt eftir miðnætti fjarri sjónum. 

Fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla og dælubíla voru sendir á staðinn og björgunarsveitir kallaðar út. Þá var kafateymi í viðbragðsstöðu með gúmmíbáta.

Upp úr hálf tólf sagði varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að verið væri að kanna aðstæður á vettvangi og leita af sér allan grun. Þegar klukkan nálgaðist miðnætti var byrjað að draga úr viðbúnaði á svæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Jón Sigurðsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×