Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:00 Guðjón Þórðarson virtist vera að taka við Grindavík eftir tímabilið 2004 og Jónas Þórhallsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hafði gert allt klárt fyrir blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks. Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira