Sannleikurinn um Sælukot Margrét Eymundardóttir skrifar 13. desember 2021 12:00 Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun