Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2021 12:08 Illugi segir rostungakenninguna alls ekki nýja af nálinni en menn virðast alltaf verða jafn hissa þegar hún dúkkar upp. vísir/vilhelm Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma. Langt er síðan eins frískleg jólabókatíð hefur rekið á fjörur landsmanna. Þar ber hæst deilur þeirra Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns og Ásgeirs Jónssonar bankastjóra. Bergsveinn hefur sett fram í greinargerð; ásakanir þess efnis að Ásgeir hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni að svarta víkingnum án þess að geta heimilda í nýrri bók sinni sem heitir Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hefur hafnað þessu í svari en vinnur nú að greinargerð þar sem hann hyggst fara ítarlega í saumana á þeim ásökunum en málið er nú til meðferðar hjá siðanefnd Háskóla Íslands. Miðaldastofa sló fyrirhugaðan fyrirlestur Ásgeirs um bókina af með skömmum fyrirvara eftir að málið kom upp. Bergsveinn Birgissonar og Ásgeir Jónsson en ásakanir hins fyrrnefnda á hendur seðlabankastjóra um umfangsmikinn ritstuld hafa að vonum vakið mikla athygli.vísir/vilhelm/FRÖYDIS LINDÉN Bergsveinn segir hinn meinta ritstuld Ásgeirs umfangsmikinn en í nýrri bók þess síðarnefnda eru færð rök fyrir því að Landnáma, þar sem segir af landnámi Íslands, sé býsna nákvæm heimild en meira búi að baki. Nefnilega rostungsveiðar meðal annars, að ofríki og skattpíning Haralds hárfagra sem réði yfir Norðurvegi, strandlengju sem nær frá Rogalandi og til Lofoten og var mikilvæg verslunarleið, hafi þar ráðið miklu. „Hið nýja í mínu verki var að nota miðaldaheimildir, auk þess að leita til annarra fræðigreina, til stuðnings því sem ég birti og kalla efnahagsmódel veiðimenningar sem ég tel hafa einkennt frumlandnám Íslands, sem síðan hafi þróast út í meiri áherslu á landbúnað þegar veiði þvarr. Þessi veiðimenning hafi byggt á veiðum á rostungum og öðrum sjávarspendýrum, vegna þess að skipaútgerð þess tíma hafi algerlega verið háð slíku til reipa í skipsreiða og til verndar á trévirki í sjó. Er þessi heildartilgáta bókarinnar rökstudd gegnum allt verkið,“ segir Bergsveinn meðal annars í greinargerð sinni. Illugi sló þessu upp 2007 Svarte vikingen eftir Bergsvein kom út árið 2013 í Noregi og þrem árum síðar í íslenskri gerð undir titlinum Leitin að svarta víkingnum. Svo vill til að ef íslenskir lesendur væru með á nótunum þá ætti það hreint ekki að koma þeim á óvart að kenningar um að rostungsveiðar hafi verið ein helsta forsenda þess að menn fóru að koma hingað á landnámsöld. Þetta var forsíðufrétt nýs tímabils um sögulegt efni sem gefið var út í febrúar 2007. Ritstjóri þess var Illugi Jökulsson rithöfundur og blaðamaður en hann skrifar mikla og ágæta grein um einmitt þetta efni og slær því upp á forsíðu. Ýmislegt forvitnilegt var meðal efnis í nýju tímariti, Sagan öll, sem kom fyrst út í febrúar 2007. Uppslátturinn var hins vegar stórmerkilegur, nefnilega að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið veiðimaður og komið hingað vegna rostunga sem héldu til í Reykjavík. Illugi segir spurður það rétt að þetta komi sér kunnuglega fyrir sjónir. „Jájá, vissulega. Það er einn af útgangspunktunum í bók Bergsveins um svarta víkinginn og eins og hann getur um í bók sinni þá var sú hugmynd í sjálfu sér ekkert komin frá honum, heldur höfðu fræðimenn eins og Helgi Guðmundsson, Orri Vésteinsson og Helgi Þorláksson fjallað um það áður að rostungsveiðar kynnu að hafa átt meiri þátt í að menn settust hér að en fræðimenn höfðu áður áttað sig á,“ segir Illugi. Hugmyndir sem ekki höfðu farið hátt Hann bætir því við, og setur þann fyrirvara, að rostungsveiðarnar séu að því er honum sýnist bara einn afmarkaður þáttur í því sem deila Bergsveins við Ásgeir snýst um. En hann segir að hugmyndir þeirra Orra, Helga og Helga hafi ekki vakið neina sérstaka athygli. „Nei, þessar hugmyndir þeirra höfðu ekki farið mjög hátt, svo þegar ég var ráðinn ritstjóri Sögunnar allrar snemma árs 2007 langaði mig að byrja með svolitlu trukki og kynna þessar nýju hugmyndir fyrir lesendum blaðsins,“ segir Illugi. Og sannarlega er grein hans ítarleg og reyndar bráðskemmtileg aflestrar. Illugi Jökulsson segir að menn verði alltaf jafn hissa þegar nefnt er að hugsanlega hafi það verið rostungaveiðimenn sem lögðu grunn að byggð í Reykjavík og að Ingólfur Arnarson hafi verið veiðimaður en ekki bóndi.vísir/vilhelm „Ég lagði auðvitað sjálfur ekkert til málanna, heldur bjó bara til frásögn upp úr þessum hugmyndum og fékk Inga Jensson teiknara til að gera forsíðumynd af Ingólfi Arnarsyni að drepa rostung með Esjuna í baksýn. Ég sé að í greininni minni í Sögunni allri vitna ég bæði til Helga Þorlákssonar og Orra úr bókinni Reykjavík 871+-2, sem gefin var út í tengslum við Ingólfssýningu við Aðalstræti.“ Menn alltaf jafn hissa þegar rostungar eru nefndir Illugi klórar sér því í kolli nú, þegar almennur skilningur virðist sá að hér sé um deilt að rostungsveiðar séu kveikja byggðar í Reykjavík og þá hver var fyrstur fram með þá kenningu. „Rostungakenningin er alls ekki ný af nálinni, þótt hvorki mér né fyrrnefndum fræðimönnum virðist hafa tekist að vekja nógsamlega athygli á henni, úr því menn virðast alltaf verða jafn hissa þegar hún dúkkar upp,“ segir Illugi. Samantekt Illuga frá 2007 hefst á orðunum: „Val Ingólfs Arnarsonar á Reykjavík sem bæjarstæði hefur lengi þótt furðulegt því mun búsældarlegri sveitir stóðu honum til boða. Í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871 +-2 hafa fræðimenn varpað fram nýrri kenningu um ástæðu þess að menn settust að í Reykjavík. Svo virðist sem í nágrenni Reykjavíkur hafi verið mikið um rostung og rostungstennur voru mjög eftirsóttar í Evrópu um þær mundir. Samkvæmt kenningunni gæti byggð i Reykjavík og síðan á Íslandi almennt hafa vaxið út frá bækistöðvum rostungsveiðimanna.“ Bókaútgáfa Fjölmiðlar Íslensk fræði Háskólar Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58 Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. 9. desember 2021 09:11 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Langt er síðan eins frískleg jólabókatíð hefur rekið á fjörur landsmanna. Þar ber hæst deilur þeirra Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns og Ásgeirs Jónssonar bankastjóra. Bergsveinn hefur sett fram í greinargerð; ásakanir þess efnis að Ásgeir hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni að svarta víkingnum án þess að geta heimilda í nýrri bók sinni sem heitir Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hefur hafnað þessu í svari en vinnur nú að greinargerð þar sem hann hyggst fara ítarlega í saumana á þeim ásökunum en málið er nú til meðferðar hjá siðanefnd Háskóla Íslands. Miðaldastofa sló fyrirhugaðan fyrirlestur Ásgeirs um bókina af með skömmum fyrirvara eftir að málið kom upp. Bergsveinn Birgissonar og Ásgeir Jónsson en ásakanir hins fyrrnefnda á hendur seðlabankastjóra um umfangsmikinn ritstuld hafa að vonum vakið mikla athygli.vísir/vilhelm/FRÖYDIS LINDÉN Bergsveinn segir hinn meinta ritstuld Ásgeirs umfangsmikinn en í nýrri bók þess síðarnefnda eru færð rök fyrir því að Landnáma, þar sem segir af landnámi Íslands, sé býsna nákvæm heimild en meira búi að baki. Nefnilega rostungsveiðar meðal annars, að ofríki og skattpíning Haralds hárfagra sem réði yfir Norðurvegi, strandlengju sem nær frá Rogalandi og til Lofoten og var mikilvæg verslunarleið, hafi þar ráðið miklu. „Hið nýja í mínu verki var að nota miðaldaheimildir, auk þess að leita til annarra fræðigreina, til stuðnings því sem ég birti og kalla efnahagsmódel veiðimenningar sem ég tel hafa einkennt frumlandnám Íslands, sem síðan hafi þróast út í meiri áherslu á landbúnað þegar veiði þvarr. Þessi veiðimenning hafi byggt á veiðum á rostungum og öðrum sjávarspendýrum, vegna þess að skipaútgerð þess tíma hafi algerlega verið háð slíku til reipa í skipsreiða og til verndar á trévirki í sjó. Er þessi heildartilgáta bókarinnar rökstudd gegnum allt verkið,“ segir Bergsveinn meðal annars í greinargerð sinni. Illugi sló þessu upp 2007 Svarte vikingen eftir Bergsvein kom út árið 2013 í Noregi og þrem árum síðar í íslenskri gerð undir titlinum Leitin að svarta víkingnum. Svo vill til að ef íslenskir lesendur væru með á nótunum þá ætti það hreint ekki að koma þeim á óvart að kenningar um að rostungsveiðar hafi verið ein helsta forsenda þess að menn fóru að koma hingað á landnámsöld. Þetta var forsíðufrétt nýs tímabils um sögulegt efni sem gefið var út í febrúar 2007. Ritstjóri þess var Illugi Jökulsson rithöfundur og blaðamaður en hann skrifar mikla og ágæta grein um einmitt þetta efni og slær því upp á forsíðu. Ýmislegt forvitnilegt var meðal efnis í nýju tímariti, Sagan öll, sem kom fyrst út í febrúar 2007. Uppslátturinn var hins vegar stórmerkilegur, nefnilega að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið veiðimaður og komið hingað vegna rostunga sem héldu til í Reykjavík. Illugi segir spurður það rétt að þetta komi sér kunnuglega fyrir sjónir. „Jájá, vissulega. Það er einn af útgangspunktunum í bók Bergsveins um svarta víkinginn og eins og hann getur um í bók sinni þá var sú hugmynd í sjálfu sér ekkert komin frá honum, heldur höfðu fræðimenn eins og Helgi Guðmundsson, Orri Vésteinsson og Helgi Þorláksson fjallað um það áður að rostungsveiðar kynnu að hafa átt meiri þátt í að menn settust hér að en fræðimenn höfðu áður áttað sig á,“ segir Illugi. Hugmyndir sem ekki höfðu farið hátt Hann bætir því við, og setur þann fyrirvara, að rostungsveiðarnar séu að því er honum sýnist bara einn afmarkaður þáttur í því sem deila Bergsveins við Ásgeir snýst um. En hann segir að hugmyndir þeirra Orra, Helga og Helga hafi ekki vakið neina sérstaka athygli. „Nei, þessar hugmyndir þeirra höfðu ekki farið mjög hátt, svo þegar ég var ráðinn ritstjóri Sögunnar allrar snemma árs 2007 langaði mig að byrja með svolitlu trukki og kynna þessar nýju hugmyndir fyrir lesendum blaðsins,“ segir Illugi. Og sannarlega er grein hans ítarleg og reyndar bráðskemmtileg aflestrar. Illugi Jökulsson segir að menn verði alltaf jafn hissa þegar nefnt er að hugsanlega hafi það verið rostungaveiðimenn sem lögðu grunn að byggð í Reykjavík og að Ingólfur Arnarson hafi verið veiðimaður en ekki bóndi.vísir/vilhelm „Ég lagði auðvitað sjálfur ekkert til málanna, heldur bjó bara til frásögn upp úr þessum hugmyndum og fékk Inga Jensson teiknara til að gera forsíðumynd af Ingólfi Arnarsyni að drepa rostung með Esjuna í baksýn. Ég sé að í greininni minni í Sögunni allri vitna ég bæði til Helga Þorlákssonar og Orra úr bókinni Reykjavík 871+-2, sem gefin var út í tengslum við Ingólfssýningu við Aðalstræti.“ Menn alltaf jafn hissa þegar rostungar eru nefndir Illugi klórar sér því í kolli nú, þegar almennur skilningur virðist sá að hér sé um deilt að rostungsveiðar séu kveikja byggðar í Reykjavík og þá hver var fyrstur fram með þá kenningu. „Rostungakenningin er alls ekki ný af nálinni, þótt hvorki mér né fyrrnefndum fræðimönnum virðist hafa tekist að vekja nógsamlega athygli á henni, úr því menn virðast alltaf verða jafn hissa þegar hún dúkkar upp,“ segir Illugi. Samantekt Illuga frá 2007 hefst á orðunum: „Val Ingólfs Arnarsonar á Reykjavík sem bæjarstæði hefur lengi þótt furðulegt því mun búsældarlegri sveitir stóðu honum til boða. Í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871 +-2 hafa fræðimenn varpað fram nýrri kenningu um ástæðu þess að menn settust að í Reykjavík. Svo virðist sem í nágrenni Reykjavíkur hafi verið mikið um rostung og rostungstennur voru mjög eftirsóttar í Evrópu um þær mundir. Samkvæmt kenningunni gæti byggð i Reykjavík og síðan á Íslandi almennt hafa vaxið út frá bækistöðvum rostungsveiðimanna.“
„Val Ingólfs Arnarsonar á Reykjavík sem bæjarstæði hefur lengi þótt furðulegt því mun búsældarlegri sveitir stóðu honum til boða. Í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871 +-2 hafa fræðimenn varpað fram nýrri kenningu um ástæðu þess að menn settust að í Reykjavík. Svo virðist sem í nágrenni Reykjavíkur hafi verið mikið um rostung og rostungstennur voru mjög eftirsóttar í Evrópu um þær mundir. Samkvæmt kenningunni gæti byggð i Reykjavík og síðan á Íslandi almennt hafa vaxið út frá bækistöðvum rostungsveiðimanna.“
Bókaútgáfa Fjölmiðlar Íslensk fræði Háskólar Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58 Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. 9. desember 2021 09:11 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58
Fyrirlestri seðlabankastjóra um landnámsöldina frestað Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest. 9. desember 2021 09:11
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46