Innlent

Heimila heimsóknir á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Landspítalinn í Fossvogi. 
Landspítalinn í Fossvogi.  Vísir/Vilhelm

Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný.

Á vef Landspítala segir að einn gestur má þá heimsækja hvern sjúkling að hámarki eina klukkustund á degi hverjum, innan skilgreinds heimsóknartíma. Þá segir að æskilegt sé að viðkomandi gestur sé fullbólusettir.

Næst verða heimsóknartakmarkanir endurskoðaðar 22. desember og þá metið hvort öruggt er að slaka meira á fyrir hátíðarnar.

Landspítali er nú á hættustigi, en í dag eru fjórtán inniliggjandi vegna COVID-19 á spítalanum. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×