Elsti Íslendingurinn með einstaklega heilbrigt hjarta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2021 20:00 Dóra Ólafsdóttir segist hafa það fínt, sérstaklega á meðan heilsan er þetta góð og á meðan hún getur talað og lesið. Vísir/Arnar Halldórsson Dóra Ólafsdóttir sló í dag Íslandsmet í langlífi en hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul. Hún er ánægð með áfangann og finnst í lagi að eldast á meðan hún getur talað og lesið blöðin. Þá er hún með einstaklega heilbrigt hjarta, samkvæmt læknisrannsóknum sem hún undirgekkst nýverið. Dóra fæddist 6. júlí 1912 og fagnaði því þeim merka áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Dóra tók af því tilefni fagnandi á móti fréttastofu auk þess sem forsætisráðherra færði henni blóm í morgun. Dóru finnst fínt að eldast á meðan heilsan er prýðileg. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,” segir Dóra, sem kveðst lesa mikið og fylgist vel með þjóðmálunum. Heilsan er fín en þó hefur heyrnin verið að hrjá hana. Aðspurð segist Dóra skynja miklar breytingar í samfélaginu í gegnum tíðina en erfiðustu breytingarnar sé tungumálið, því oft á tíðum eigi unga fólkið erfitt með að skilja hana – og hún það á móti. „Það skilur ekki nógu vel það sem maður segir vegna þess að málfarið og annað er dálítið breytt frá því sem var, það sem maður var alinn upp við,” segir hún. Áskell Þórisson, sonur Dóru, segist afar stoltur af móður sinni – þó hann sé ekki alls kostar viss um að vilja sjálfur ná svo háum aldri. „Auðvitað er ég stoltur, en um leið er ég pínulítið skelfdur ef þetta er í genunum að ég verði líka svona svakalega gamall,” segir Áskell og hlær. Hann lýsir móður sinni fyrst og fremst sem skynsamri og duglegri konu. Bauð ökukennaranum frekar inn í kaffi „Hún er ung í anda og hún er tilbúin til þess að taka við lífinu eins og það er og er ekkert að mikla hlutina fyrir sér. Það hefur reynst henni heilladrjúgt. Hún fór í sund reglulega og gekk alltaf í vinnuna, gerði eina tilraun til að taka bílpróf en eftir eina tilraun bauð hún ökukennaranum inn í kaffi því hún fann að þetta var eitthvað sem passaði henni ekki, að keyra bíl. Þannig að hún gekk alltaf eftir það,” segir hann. Og heilbrigði lífsstíllinn, hreyfing, holl fæða og áfengis- og tóbaksleysi er það sem Dóra telur að skýri langlífið. „Heilsan er bara þokkaleg,” segir hún og brosir. Áskell bendir þá á að hún hafi nýverið farið í rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hafi meðal annars sýnt fram á að Dóra sé með einstaklega heilbrigt hjarta og að innri kviðfita sé nákvæmlega eins og hún á að vera. „Fyrir utan það að fara alloft úr hægri mjöðm þá er allt annað í ágætu lagi, sem er mjög athyglisvert,” segir Áskell og Dóra bætir við: „Þetta kemur vel út, það er ekki hægt að segja annað – þó ég sé nú svona gömul,” segir hún og hlær. Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Dóra setur Íslandsmet í langlífi Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi. 13. desember 2021 10:30 Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Dóra fæddist 6. júlí 1912 og fagnaði því þeim merka áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Dóra tók af því tilefni fagnandi á móti fréttastofu auk þess sem forsætisráðherra færði henni blóm í morgun. Dóru finnst fínt að eldast á meðan heilsan er prýðileg. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,” segir Dóra, sem kveðst lesa mikið og fylgist vel með þjóðmálunum. Heilsan er fín en þó hefur heyrnin verið að hrjá hana. Aðspurð segist Dóra skynja miklar breytingar í samfélaginu í gegnum tíðina en erfiðustu breytingarnar sé tungumálið, því oft á tíðum eigi unga fólkið erfitt með að skilja hana – og hún það á móti. „Það skilur ekki nógu vel það sem maður segir vegna þess að málfarið og annað er dálítið breytt frá því sem var, það sem maður var alinn upp við,” segir hún. Áskell Þórisson, sonur Dóru, segist afar stoltur af móður sinni – þó hann sé ekki alls kostar viss um að vilja sjálfur ná svo háum aldri. „Auðvitað er ég stoltur, en um leið er ég pínulítið skelfdur ef þetta er í genunum að ég verði líka svona svakalega gamall,” segir Áskell og hlær. Hann lýsir móður sinni fyrst og fremst sem skynsamri og duglegri konu. Bauð ökukennaranum frekar inn í kaffi „Hún er ung í anda og hún er tilbúin til þess að taka við lífinu eins og það er og er ekkert að mikla hlutina fyrir sér. Það hefur reynst henni heilladrjúgt. Hún fór í sund reglulega og gekk alltaf í vinnuna, gerði eina tilraun til að taka bílpróf en eftir eina tilraun bauð hún ökukennaranum inn í kaffi því hún fann að þetta var eitthvað sem passaði henni ekki, að keyra bíl. Þannig að hún gekk alltaf eftir það,” segir hann. Og heilbrigði lífsstíllinn, hreyfing, holl fæða og áfengis- og tóbaksleysi er það sem Dóra telur að skýri langlífið. „Heilsan er bara þokkaleg,” segir hún og brosir. Áskell bendir þá á að hún hafi nýverið farið í rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hafi meðal annars sýnt fram á að Dóra sé með einstaklega heilbrigt hjarta og að innri kviðfita sé nákvæmlega eins og hún á að vera. „Fyrir utan það að fara alloft úr hægri mjöðm þá er allt annað í ágætu lagi, sem er mjög athyglisvert,” segir Áskell og Dóra bætir við: „Þetta kemur vel út, það er ekki hægt að segja annað – þó ég sé nú svona gömul,” segir hún og hlær.
Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Dóra setur Íslandsmet í langlífi Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi. 13. desember 2021 10:30 Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Dóra setur Íslandsmet í langlífi Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi. 13. desember 2021 10:30
Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum. 1. október 2020 22:01