Fella brott skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 12:26 Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra. Vísir/Arnar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að fella brott ákvæði úr rammasamningi SÍ og sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Gert er ráð fyrir að unnt verði að fella brott umrætt ákvæði í byrjun næsta árs. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið sem var sett inn í rammasamninginn í nóvember 2017. Beindist gagnrýnin einkum að því að ákvæðið hamlaði nýliðun í greininni og lengdi biðlista. Gildistími núgildandi rammasamnings rann út í lok október árið 2019 en frá þeim tíma hefur hann verið framlengdur með samþykki beggja aðila um einn mánuð í senn. Ekki hefur náðst saman um nýjan samning. Stefnt að því að samningaviðræður hefjist eftir áramót Greint er frá fyrirhugaðri breytingu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en starfshópur vinnur nú að greiningu á þjónustu talmeinafræðinga og gerð heildstæðra tillagna um framtíðarfyrirkomulag hennar. Hópnum er ætlað að skila heilbrigðisráðherra tillögum sínum eigi síðar en 20. desember næstkomandi. Að sögn ráðherra verða ný heildstæð samningsmarkmið um þessa þjónustu byggð á vinnu starfshópsins og er stefnt að því að SÍ og talmeinafræðingar geti hafið viðræður um nýjan samning á grundvelli þeirra eftir áramót. „Við sem samfélag berum skyldur gagnvart þeim sem þurfa á þjónustunni að halda sem að langstærstum hluta eru börn. Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Krefjast samningsfundar fyrir kosningar Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið. 12. september 2021 13:06 Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. 29. janúar 2021 17:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að unnt verði að fella brott umrætt ákvæði í byrjun næsta árs. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið sem var sett inn í rammasamninginn í nóvember 2017. Beindist gagnrýnin einkum að því að ákvæðið hamlaði nýliðun í greininni og lengdi biðlista. Gildistími núgildandi rammasamnings rann út í lok október árið 2019 en frá þeim tíma hefur hann verið framlengdur með samþykki beggja aðila um einn mánuð í senn. Ekki hefur náðst saman um nýjan samning. Stefnt að því að samningaviðræður hefjist eftir áramót Greint er frá fyrirhugaðri breytingu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en starfshópur vinnur nú að greiningu á þjónustu talmeinafræðinga og gerð heildstæðra tillagna um framtíðarfyrirkomulag hennar. Hópnum er ætlað að skila heilbrigðisráðherra tillögum sínum eigi síðar en 20. desember næstkomandi. Að sögn ráðherra verða ný heildstæð samningsmarkmið um þessa þjónustu byggð á vinnu starfshópsins og er stefnt að því að SÍ og talmeinafræðingar geti hafið viðræður um nýjan samning á grundvelli þeirra eftir áramót. „Við sem samfélag berum skyldur gagnvart þeim sem þurfa á þjónustunni að halda sem að langstærstum hluta eru börn. Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Krefjast samningsfundar fyrir kosningar Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið. 12. september 2021 13:06 Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. 29. janúar 2021 17:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Krefjast samningsfundar fyrir kosningar Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið. 12. september 2021 13:06
Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. 29. janúar 2021 17:00