Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. desember 2021 07:00 Sífellt fleiri velja að starfa sem sjálfstæðir verktakar frekar en launþegar, eru giggarar sem velja sér verkefni og störf sem best hentar þeirra lífstíl eða áhugamálum. Í alþjóðlegri könnun um það hvar er best fyrir giggara að búa er stuðst við ýmsa mælikvarða. Til dæmis hamingjustuðul og hversu dýrt/ódýrt er að búa á viðkomandi stað. Vísir/Getty Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um umhverfi giggara á Íslandi og hvaða lönd í heiminum þykja bestu staðsetningar fyrir giggara að búa á. Topp tíu listinn: Hvar er best að búa? Sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum frekar en að ráða sig sem launþega. Oft til að vinna sem mest að verkefnum sem fólk brennur hvað mest fyrir, hefur sérþekkingu á og/eða verkefni og í vinnu sem fellur best að þeirra lífstíl. Ekki síst nú, þegar fjarvinna er orðin svo vel þekkt og viðurkennd í kjölfar heimsfaraldurs. Í alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á dögunum, eru tekin saman listi yfir þrjátíu lönd með tilliti til þess hvar er best eða hagstæðast fyrir giggara að búa. Fyrirtækið Tide stóð að rannsókninni og eru mælikvarðarnir sem stuðst er við af ýmsum toga. Allt frá því hvar netsamband er best og ódýrast yfir í hvar hamingjustuðull fólks er að mælast mest eða jafnrétti best, hvar er ódýrast að búa og fleira. Hér eru þau tíu lönd sem skoruðu hvað hæst. 1. Singapore Singapore mældist með hæstu einkunn sem meðal annars má rekja til þess að þar er netið bæði gott og fremur ódýr kostnaðarliður og eins er mikið framboð af hagkvæmum húsnæðiskostum fyrir giggara að leigja sér. Þetta eru þá klasarými af ýmsum toga. 2. Nýja Sjáland Þótt internetið sé frekar dýrt í Nýja Sjálandi mælist Nýja Sjáland í öðru sæti. Það skýrist af því að þar eru réttindi giggara talin vera hvað best, hamingjustuðull íbúa þar er mjög hár og jafnrétti telst gott. 3. Spánn Að búa á Spáni er ódýrt með tilliti til húsnæðis, matarkostnaðar og fleira og þar mælist jafnrétti líka nokkuð gott. 4. Ástralía Hraði internetsins í Ástralíu er sá hægasti í þeim tíu löndum sem skora hvað hæst en það sem kemur Ástralíu í fjórða sætið er að hamingjustuðull Ástrala mælist hár og jafnrétti sömuleiðis gott. 5. Danmörk Af Norðurlöndunum eru það Danir og Svíar sem komast efst á lista. Danmörk er í 5.sæti en Svíþjóð í 9.sæti. Í samanburði við flest önnur lönd á topp tíu listanum þykir reyndar dýrt að búa í Danmörku en á móti kemur að Danir mælast hamingjusamasta þjóðin í heimi. Næstu lönd á topp tíu listanum eru: 6. Kanada 7. Sviss 8. Litháen 9. Svíþjóð 10. Írland Í kjölfar heimsfaraldurs hefur fjarvinna aukist til muna og er í dag orðin viðurkenndari og þekktari. Þetta þýðir að staðsetning ýmissa giggarastarfa getur verið hvar sem er í heiminum og ýmis tækifæri eru að opnast um búsetu. Meðal mælikvarða um það sem skiptir miklu máli fyrir hagstæða staðsetningu giggara er kostnaður og gæði internetsins.Vísir/Getty Mesta eftirspurnin Þau lönd sem virðast sækjast hvað mest eftir giggurum í verkefni eða störf eru eftirfarandi: Holland Sameinuðu arabísku furstadæmin Singapore Ástralía Portúgal Frakkland Brasilía Spánn Sviss Kanada Þau þrjú lönd sem mældust neðst á listanum eru Japan, Kína og Ítalía. Skýringin er meðal annars sú að eftirspurnin eftir giggurum í þessum löndum telst minni, réttindin ekki nægilega góð, netið of hægt eða of dýrt. Taka þarf tillit til þess að rannsóknin náði aðeins til þeirra þrjátíu landa sem birt eru á listanum, en Ísland er ekki þeirra á meðal. Nánar má lesa um rannsóknina hér. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um umhverfi giggara á Íslandi og hvaða lönd í heiminum þykja bestu staðsetningar fyrir giggara að búa á. Topp tíu listinn: Hvar er best að búa? Sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum frekar en að ráða sig sem launþega. Oft til að vinna sem mest að verkefnum sem fólk brennur hvað mest fyrir, hefur sérþekkingu á og/eða verkefni og í vinnu sem fellur best að þeirra lífstíl. Ekki síst nú, þegar fjarvinna er orðin svo vel þekkt og viðurkennd í kjölfar heimsfaraldurs. Í alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á dögunum, eru tekin saman listi yfir þrjátíu lönd með tilliti til þess hvar er best eða hagstæðast fyrir giggara að búa. Fyrirtækið Tide stóð að rannsókninni og eru mælikvarðarnir sem stuðst er við af ýmsum toga. Allt frá því hvar netsamband er best og ódýrast yfir í hvar hamingjustuðull fólks er að mælast mest eða jafnrétti best, hvar er ódýrast að búa og fleira. Hér eru þau tíu lönd sem skoruðu hvað hæst. 1. Singapore Singapore mældist með hæstu einkunn sem meðal annars má rekja til þess að þar er netið bæði gott og fremur ódýr kostnaðarliður og eins er mikið framboð af hagkvæmum húsnæðiskostum fyrir giggara að leigja sér. Þetta eru þá klasarými af ýmsum toga. 2. Nýja Sjáland Þótt internetið sé frekar dýrt í Nýja Sjálandi mælist Nýja Sjáland í öðru sæti. Það skýrist af því að þar eru réttindi giggara talin vera hvað best, hamingjustuðull íbúa þar er mjög hár og jafnrétti telst gott. 3. Spánn Að búa á Spáni er ódýrt með tilliti til húsnæðis, matarkostnaðar og fleira og þar mælist jafnrétti líka nokkuð gott. 4. Ástralía Hraði internetsins í Ástralíu er sá hægasti í þeim tíu löndum sem skora hvað hæst en það sem kemur Ástralíu í fjórða sætið er að hamingjustuðull Ástrala mælist hár og jafnrétti sömuleiðis gott. 5. Danmörk Af Norðurlöndunum eru það Danir og Svíar sem komast efst á lista. Danmörk er í 5.sæti en Svíþjóð í 9.sæti. Í samanburði við flest önnur lönd á topp tíu listanum þykir reyndar dýrt að búa í Danmörku en á móti kemur að Danir mælast hamingjusamasta þjóðin í heimi. Næstu lönd á topp tíu listanum eru: 6. Kanada 7. Sviss 8. Litháen 9. Svíþjóð 10. Írland Í kjölfar heimsfaraldurs hefur fjarvinna aukist til muna og er í dag orðin viðurkenndari og þekktari. Þetta þýðir að staðsetning ýmissa giggarastarfa getur verið hvar sem er í heiminum og ýmis tækifæri eru að opnast um búsetu. Meðal mælikvarða um það sem skiptir miklu máli fyrir hagstæða staðsetningu giggara er kostnaður og gæði internetsins.Vísir/Getty Mesta eftirspurnin Þau lönd sem virðast sækjast hvað mest eftir giggurum í verkefni eða störf eru eftirfarandi: Holland Sameinuðu arabísku furstadæmin Singapore Ástralía Portúgal Frakkland Brasilía Spánn Sviss Kanada Þau þrjú lönd sem mældust neðst á listanum eru Japan, Kína og Ítalía. Skýringin er meðal annars sú að eftirspurnin eftir giggurum í þessum löndum telst minni, réttindin ekki nægilega góð, netið of hægt eða of dýrt. Taka þarf tillit til þess að rannsóknin náði aðeins til þeirra þrjátíu landa sem birt eru á listanum, en Ísland er ekki þeirra á meðal. Nánar má lesa um rannsóknina hér.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00
Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00