Leiðtogi stjórnarandstöðunnar dæmdur í átján ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 13:47 Sergei Tikhanovsky bauð sig fram gegn Aleksandr Lúkasjenka í forsetakosningunum í ágúst 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi í dag leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Sergei Tikhanovsky, í átján ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt óeirðir og mótmæli gegn forsetanum Alexandr Lúkasjenka. Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu. Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka. Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021 „Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya. Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar. Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu. Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka. Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021 „Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya. Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar. Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00