Miklar breytingar fram undan Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 09:58 Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær fá nýja bæjarstjóra eftir kosningar. Í Hafnarfirði, í Kópavogi og í Hveragerði ætla sitjandi sveitarstjórar að sækjast eftir endurkjöri. Og í Vestmannaeyjum og í Reykjavík er allt enn óljóst - Íris og Dagur segja til eftir hátíðirnar. vísir Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16