Fyrir eiga Aron og Hildur soninn Birni Blæ en hann er nefndur í höfuðið á röppurunum Birni og Þuríði Blæ. Aron skrifar við mynd sem hann birti í dag að drengirnir hafi báðir verið skírðir í höfuðið á íslenskum röppurum.
„Ég hef verið með hugmynd að ljósmynd í hausnum á mér í langan tíma sem @jonatangretarsson gerði að veruleika ásamt þessu fallega fólki sem stendur í rammanum,“ skrifar Aron við myndina.
Á myndinni má nefnilega sjá rapparana Birni og Þuríði Blæ, auk Birnis Blæs sem er nefndur í höfuðið á þeim, og svo Brynjar Barkarson, rappara í sveitinni Club Dub, og Örn Tönsberg, einnig þekktur sem 7berg, sem yngri sonur Arons og Hildar er nefndur í höfuðið á.
„Báðir drengirnir eru semsagt skírðir í höfuðið á íslenskum röppurum, svo giskiði nú!!!“ skrifar Aron.
Einhverjir hafa þegar giskað á nafngiftina, nöfnin Brynjar Örn og Brynjar Berg hafa verið rituð undir myndinni. En ætli það verði ekki foreldrarnir sjálfir sem munu þurfa að upplýsa um hvaða nafnasamsetning hafi orðið fyrir valinu.