Samkvæmt frétt Washington Post höfðaði Racine málið í dag. Miðillinn hefur eftir lögmanni eins af forsvarsmönnum Proud Boys að lögsóknin líkist draumórum. Ofbeldisfullt fólk hafi tekið þátt í árásinni en það hafi ekki tilheyrt Proud Boys eða Oath Keepers.
WP bendir á að í síðasta mánuði hafi dómsmál gegn samtökum rasista og öðrum haturshópum vegna aðkomu þeirra að óeirðum í Charlottesville árið 2017. Þá hafi skilaboð manna á milli og færslur þeirra á samfélagsmiðlum verið notaðar til að byggja mál gegn þeim og sýna fram á hvernig þeir undirbjuggu sig fyrir ofbeldi.
Það mál var höfðað gegn sumum af þekktustu leiðtogum bandaríska hægriöfgamanna eins og Jason Kessler, aðalskipuleggjanda samkomunnar sem gekk undir heitinu „Sameinum hægrið“ og Richard Spencer, sem er eignaður heiður af því að finna upp á hugtakinu „hitt hægrið (e. alt right)“ sem ávarpaði samkomuna.
Lögsókn Racine beinist bæði gegn samtökunum tveimur og fjölmörgum af þeirra frægustu meðlimum en margir þeirra hafa þegar verið ákærðir vegna árásinar á þinghúsið. Markmið saksóknarans er að brjóta samtökin á bak aftur, fjárhagslega séð.
Í samtali við Washington Post sagðist Racine telja að skaðabæturnar þyrftu að vera miklar. Ef samtökin og mennirnir yrðu gjaldþrota vegna lögsóknarinnar væri það fínt.
Today, we re holding these insurrectionists accountable for conspiring to terrorize the District by planning, promoting, and participating in the deadly attack on the Capitol.
— AG Karl A. Racine (@AGKarlRacine) December 14, 2021
I m seeking damages in this case and will keep working to ensure such an assault never happens again.