Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 08:30 Dagur Dan Þórhallsson lék með Fylki í sumar. Þórhallur pabbi hans gerði garðinn frægan í Árbænum en varð síðar leikmaður og fyrirliði Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta. Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti