228 hraðalækkandi tillögur frá íbúum á kjörtímabilinu Sara Björg Sigurðarsdóttir skrifar 15. desember 2021 08:30 Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun