Byggingin heitir Hong Kong World Trade Centre og hefur að undanfarið verið unnið að viðgerðum á klæðningu byggingarinnar. Öllum verslunum í húsinu hafði verið lokað tímabundið vegna viðgerðanna og hefur því starfsemi verið á fáum hæðum í húsinu síðustu misserin.
BBC segir frá því að eldurinn hafi komið upp í tækjaherbergi í húsinu en svo læst sig í stillönsum utan á húsinu.
Átta eru slasaðir svo vitað sé og manntjón virðist ekki hafa orðið. Hin slösuðu eru sögð vera á aldrinum 31 til 72 ára.
Björgunarsveitir reyna nú að komast að fólkinu sem er fast á þaki hússins. Þegar er búið að bjarga 150 manns úr húsinu.