Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 10:54 Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, er kominn í leyfi frá störfum á meðan ný stjórn áttar sig á stöðu mála. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast. Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast.
Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira