Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 11:50 Sólbaðsstofur virðast njóta minni vinsælda. Getty/Lepro Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“ Heilbrigðismál Ljósabekkir Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“
Heilbrigðismál Ljósabekkir Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47