Enski boltinn

Leik Burnley og Watford frestað

Sindri Sverrisson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru í fallbaráttu.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru í fallbaráttu. Getty

Leik Jóhanns Bergs Guðmundssonar og félaga í Burnley gegn Watford hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum Watford. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu.

Leikur Burnley og Watford í ensku úrvalsdeildinni  átti að fara fram í kvöld. Um er að ræða sannkallaðan sex stiga leik þar sem Watford er aðeins tveimur stigum fyrir ofan Burnley sem situr í fallsæti. 

Það er ljóst að liðin munu ekki mætast í kvöld þar sem leiknum hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Watford. Ekki er víst hvenær leikurinn mun fara fram.

Veiran hefur haft mikil áhrif á ensku úrvalsdeildina undanfarna daga og hefur þurft að fresta síðustu tveimur deildarleikjum Tottenham Hotspur. Þá gat leikur Brentford og Manchester United ekki farið fram í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×