Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 79-70 | Valur sneri taflinu við í ótrúlegum fjórða leikhluta Árni Jóhannsson skrifar 15. desember 2021 22:55 Ameryst Alston var frábær er Valur vann Hauka í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu 11 stiga stigu 77-68. Haukar skoruðu fyrstu stig leiksins en þær byrjuðu mikið betur og hreinlega keyrðu yfir Valskonur í fyrsta leikhluta. Góður varnarleikur gerði það að verkum að sjálfstraustið varð mikið í sókninni og skotin rötuðu heim ásamt því að vörn Valskvenna var oft og tíðum sundurspiluð. Fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 12-23 fyrir gestina og voru Haukar með öll völd á vellinum. Annar leikhluti var í meira jafnvægi en Valskonur komust ekki í neinn takt sóknarlega. Þær náðu ekki að opna áhlaup til að komast nær Haukum sem héldu standard í sínum leik og héldu andstæðingum sínum 8-10 stigum frá sér lengst af. Valskonur hittu mjög illa en því er að þakka góður varnarleikur Hauka sem hleyptu heimakonum ekki nálægt körfunni og ekkert opnaðist þar sem langskotin rötuðu ekki heim. Ameryst Alston var með 14 stig þegar flautað var til hálfleiks en hún hitti illa og meðspilarar hennar höfðu sig lítið í frammi. Haukar hittu úr 50 prósent skota sinna á móti 31 prósent skota heimakvenna sem hægt er að nota til þess að útskýra af hverju staðan var 32-43 fyrir Hauka í hálfleik. Hallveig Jónsdóttir.Vísir/Bára Dröfn Þriðji leikhluti var einnig í miklu jafnvægi en Haukakonur virtust hafa mjög góð tök á leiknum og var eiginlega ekkert sem gaf það til kynna að eitthvað annað en Haukasigur ætti eftir að vera staðreyndin í lok kvölds. Bæði lið áttu slæma og góða kafla sóknarlega í þriðja leikhluta en gerðu það á sama tíma en Valskonur náðu þó að komast nær andstæðingum sínum en Hallveig Jónsdóttir skoraði flautuþrist í lok leikhlutans sem gerði það að verkum að staðan var 54-61 fyrir fjórða leihluta. Þessi flatur þristur voru fyrstu stigin í 21-0 sprett sem Valskonur komust á. Staðan fór úr því að vera 56-61 í að vera 70-61 fyrir heimakonur þegar þrjár mínútur lifðu rúmlega af leiknum. Valskonur stigu harðar fram í varnarleik sínum og þegar skotin byrjuðu að rata heim þá náðu þær að opna vörn Hauka upp á gátt og hver karfan rak aðra þangað til að Haukar náðu að skora af vítalínunni þegar 3:27 voru eftir af leiknum. Þá var munurinn orðinn of mikill og orkan of lítil hjá Haukum sem voru slegnar í rot í fjórða leikhluta og það fór með leikinn fyrir þær. Skipst var á körfum í lok hans og endaði leikurinn 79-70 fyrir Val sem fagnaði sigrinum vel og innilega og skildi engann undra. Af hverju vann Valur? Þær vöknuðu af værum blundi má segja. Þær stigu harðar fram í varnarleiknum og eftir stigalausan þriðja leikhluta þá komst Ameryst Alston betur inn í sóknarleikinn og þegar það gerist þá gerast góðir hlutir. Skotin fóru að detta fyrir Valskonur og við áhlaupið í fjórða fjórðung þá virkuðu Haukar rotaðar. Best á vellinum? Ameryst Alston var frábær í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Ameryst Alston var stigahæst á vellinum með 27 stig. Með stigunum tók hún níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en einnig fékk hún mikla hjálp frá Ástu Júlíu Grímsdóttur sem skoraði 21 stig og tók 16 fráköst. Stórgóður leikur hjá þessu tvíeyki. Hjá Haukum var það Helena Sverrisdóttir sem leiddi sínar konur með 15 stig. Tölfræði sem vekur athygli. Í fyrri hálfleik hittu Valskonur úr 31 prósent skota sinna en Haukar úr 50 prósent. Þegar upp var staðið eftir leik þá hittu heimakonur betur eða úr 37 prósent skota sinna á móti 36 prósent skota sem Haukakonur reyndu. Þannig að þegar leið á leikinn jafnaðist hann út og umturnaðist eins og komið hefur verið inn á. Hvað næst? Nú fer deildin í smá hlé þangað til á milli jóla og ný árs þegar Valskonur fara í heimsókn í Grafarvoginn og takast á við Fjölni en Haukar taka á móti Breiðablik. Við töluðum um það í klefanum að við þyrftum að vera áræðnari Ólafur Jónas og lið hans fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Vals, Ólafur Jónas Sigurðsson var að vonum kampakátur með úrslitin í leik Vals og Hauka fyrr í kvöld en Valskonur fóru með sigur af hólmi 79-70 í leik sem þær þurftu að snúa sér í vil í fjórða leikhluta en Haukar leiddu lungann af leiknum. Ólafur var spurður hvað gerðist í fjórða leihluta. „Við vorum bara búnar að vera lélegar í þrjá leikhluta. Við töluðum um það að við vorum inni í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað mjög illa fannst mér. Við vorum eiginlega bara áhorfendur þarna. Við vorum sammála um það að við þurftum að fara að stíga á bensíngjöfina og ýta frá okkur og um leið og við gerðum það þá kom allur meðbyr með okkur. Það var stemmning og um leið og það gerist þá detta skotin.“ Ólafur hafði nefnt það áður við blaðamann að Valskonur eiga það til að byrja illa og var hann spurður að því hvað hann sæi hjá sínum konum sem orsakaði það. „Góð spurning en ég ætla að benda á það að við byrjuðum mjög vel á móti Keflavík um daginn. Stefnan er alltaf að byrja vel en það gerist ekki alltaf. Við mætum bara svolítið værukærar og flatar og það tók okkur tíma að koma okkur í gang. Við erum að spila á móti frábæru liði og við náum 21-0 áhlaupi á þær en það er frábær vörn sem skapar það. Þannig að ef við mætum tilbúnar í varnarleikinn þá gerast hlutirnir.“ Ameryst Alston var með 14 stig í hálfleik en skoraði ekki stig í þriðja leikhluta en aðrir leikmenn stigu þá upp. Ameryst endaði svo leikinn með 27 stig og var Ólafur spurður að því hvort hann hafi kallað eftir meira framlagi frá fleirum. „Við töluðum um það í klefanum að við þyrftum að vera áræðnari. Dagga var búin að taka tvö skot og Eydís tvö skot í fyrri hálfleik. Við þurftum bara að vera áræðnari og við þurftum að fá meira af köntunum og keyra meira á körfuna. Þegar það fór að gerast þá opnaðist allt og Haddý setti skotin sín og þegar það gerist þá opnast allt fyrir Ameryst. Ásta var svo í því að rífa niður hvert frákastið á fætur öðrum.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Haukar Valur
Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu 11 stiga stigu 77-68. Haukar skoruðu fyrstu stig leiksins en þær byrjuðu mikið betur og hreinlega keyrðu yfir Valskonur í fyrsta leikhluta. Góður varnarleikur gerði það að verkum að sjálfstraustið varð mikið í sókninni og skotin rötuðu heim ásamt því að vörn Valskvenna var oft og tíðum sundurspiluð. Fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 12-23 fyrir gestina og voru Haukar með öll völd á vellinum. Annar leikhluti var í meira jafnvægi en Valskonur komust ekki í neinn takt sóknarlega. Þær náðu ekki að opna áhlaup til að komast nær Haukum sem héldu standard í sínum leik og héldu andstæðingum sínum 8-10 stigum frá sér lengst af. Valskonur hittu mjög illa en því er að þakka góður varnarleikur Hauka sem hleyptu heimakonum ekki nálægt körfunni og ekkert opnaðist þar sem langskotin rötuðu ekki heim. Ameryst Alston var með 14 stig þegar flautað var til hálfleiks en hún hitti illa og meðspilarar hennar höfðu sig lítið í frammi. Haukar hittu úr 50 prósent skota sinna á móti 31 prósent skota heimakvenna sem hægt er að nota til þess að útskýra af hverju staðan var 32-43 fyrir Hauka í hálfleik. Hallveig Jónsdóttir.Vísir/Bára Dröfn Þriðji leikhluti var einnig í miklu jafnvægi en Haukakonur virtust hafa mjög góð tök á leiknum og var eiginlega ekkert sem gaf það til kynna að eitthvað annað en Haukasigur ætti eftir að vera staðreyndin í lok kvölds. Bæði lið áttu slæma og góða kafla sóknarlega í þriðja leikhluta en gerðu það á sama tíma en Valskonur náðu þó að komast nær andstæðingum sínum en Hallveig Jónsdóttir skoraði flautuþrist í lok leikhlutans sem gerði það að verkum að staðan var 54-61 fyrir fjórða leihluta. Þessi flatur þristur voru fyrstu stigin í 21-0 sprett sem Valskonur komust á. Staðan fór úr því að vera 56-61 í að vera 70-61 fyrir heimakonur þegar þrjár mínútur lifðu rúmlega af leiknum. Valskonur stigu harðar fram í varnarleik sínum og þegar skotin byrjuðu að rata heim þá náðu þær að opna vörn Hauka upp á gátt og hver karfan rak aðra þangað til að Haukar náðu að skora af vítalínunni þegar 3:27 voru eftir af leiknum. Þá var munurinn orðinn of mikill og orkan of lítil hjá Haukum sem voru slegnar í rot í fjórða leikhluta og það fór með leikinn fyrir þær. Skipst var á körfum í lok hans og endaði leikurinn 79-70 fyrir Val sem fagnaði sigrinum vel og innilega og skildi engann undra. Af hverju vann Valur? Þær vöknuðu af værum blundi má segja. Þær stigu harðar fram í varnarleiknum og eftir stigalausan þriðja leikhluta þá komst Ameryst Alston betur inn í sóknarleikinn og þegar það gerist þá gerast góðir hlutir. Skotin fóru að detta fyrir Valskonur og við áhlaupið í fjórða fjórðung þá virkuðu Haukar rotaðar. Best á vellinum? Ameryst Alston var frábær í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Ameryst Alston var stigahæst á vellinum með 27 stig. Með stigunum tók hún níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en einnig fékk hún mikla hjálp frá Ástu Júlíu Grímsdóttur sem skoraði 21 stig og tók 16 fráköst. Stórgóður leikur hjá þessu tvíeyki. Hjá Haukum var það Helena Sverrisdóttir sem leiddi sínar konur með 15 stig. Tölfræði sem vekur athygli. Í fyrri hálfleik hittu Valskonur úr 31 prósent skota sinna en Haukar úr 50 prósent. Þegar upp var staðið eftir leik þá hittu heimakonur betur eða úr 37 prósent skota sinna á móti 36 prósent skota sem Haukakonur reyndu. Þannig að þegar leið á leikinn jafnaðist hann út og umturnaðist eins og komið hefur verið inn á. Hvað næst? Nú fer deildin í smá hlé þangað til á milli jóla og ný árs þegar Valskonur fara í heimsókn í Grafarvoginn og takast á við Fjölni en Haukar taka á móti Breiðablik. Við töluðum um það í klefanum að við þyrftum að vera áræðnari Ólafur Jónas og lið hans fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Vals, Ólafur Jónas Sigurðsson var að vonum kampakátur með úrslitin í leik Vals og Hauka fyrr í kvöld en Valskonur fóru með sigur af hólmi 79-70 í leik sem þær þurftu að snúa sér í vil í fjórða leikhluta en Haukar leiddu lungann af leiknum. Ólafur var spurður hvað gerðist í fjórða leihluta. „Við vorum bara búnar að vera lélegar í þrjá leikhluta. Við töluðum um það að við vorum inni í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað mjög illa fannst mér. Við vorum eiginlega bara áhorfendur þarna. Við vorum sammála um það að við þurftum að fara að stíga á bensíngjöfina og ýta frá okkur og um leið og við gerðum það þá kom allur meðbyr með okkur. Það var stemmning og um leið og það gerist þá detta skotin.“ Ólafur hafði nefnt það áður við blaðamann að Valskonur eiga það til að byrja illa og var hann spurður að því hvað hann sæi hjá sínum konum sem orsakaði það. „Góð spurning en ég ætla að benda á það að við byrjuðum mjög vel á móti Keflavík um daginn. Stefnan er alltaf að byrja vel en það gerist ekki alltaf. Við mætum bara svolítið værukærar og flatar og það tók okkur tíma að koma okkur í gang. Við erum að spila á móti frábæru liði og við náum 21-0 áhlaupi á þær en það er frábær vörn sem skapar það. Þannig að ef við mætum tilbúnar í varnarleikinn þá gerast hlutirnir.“ Ameryst Alston var með 14 stig í hálfleik en skoraði ekki stig í þriðja leikhluta en aðrir leikmenn stigu þá upp. Ameryst endaði svo leikinn með 27 stig og var Ólafur spurður að því hvort hann hafi kallað eftir meira framlagi frá fleirum. „Við töluðum um það í klefanum að við þyrftum að vera áræðnari. Dagga var búin að taka tvö skot og Eydís tvö skot í fyrri hálfleik. Við þurftum bara að vera áræðnari og við þurftum að fá meira af köntunum og keyra meira á körfuna. Þegar það fór að gerast þá opnaðist allt og Haddý setti skotin sín og þegar það gerist þá opnast allt fyrir Ameryst. Ásta var svo í því að rífa niður hvert frákastið á fætur öðrum.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti