Fótbolti

Amanda gerði tveggja ára samning við Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amanda Jacobsen Andradóttir í leik með íslenska landsliðinu í haust.
Amanda Jacobsen Andradóttir í leik með íslenska landsliðinu í haust. Vísir/Vilhelm

Íslenska landsliðskonan Amanda Jacobsen Andradóttir mun spila undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad á næstu leiktíð.

Kristianstad tilkynnti í dag að Amanda hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið en hún kemur þangað frá Vålerenga þar sem hún var í eitt ár.

Amanda er sautján ár gömul og spilar sem sókndjarfur miðjumaður. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki á árinu.

Amanda skoraði fjögur mörk í fimmtán leikjum með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í handbolta á síðustu leiktíð.

Kristianstad var að missa íslensku leikmennina Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur en Amanda sér nú til þess að sænska liðið verður áfram með íslenska landsliðskonu innanborðs.

„Ég held að þetta sér rétta skrefið fyrir mig að taka núna. Sænska deildin er góð og Kristianstad hefur staðið sig vel. Ég hef heimsótt félagið og mér líst mjög vel á þetta. Ég er leikmaður með stór markmið og það hefur Kristianstad líka. Ég hlakka til að hafa Elísabetu sem þjálfarann minn og tel að ég geti lært mikið af henni. Ég hlakka mikið til að fá að spila með þessum góðum leikmönnum liðsins,“ sagði Amanda við heimasíðu Kristianstad.

„Amanda er mjög spennandi leikmaður sem getur náð langt. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún náð þroska í sínum leik og hefur góða tilfinningu fyrir leiknum. Hún hefur frábæra tækni og er markaskorari. Það er mjög skemmtilegt að sjá hana spila fótbolta og ég helda að stuðningsmenn okkar kunni að meta það,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, við heimasíðu félagsins.

Amanda byrjar að æfa með sínu nýja félagi í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×