Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2021 22:22 Hér má sjá staðsetningu og stærð vatnsaflsvirkjananna fimm á Grænlandi, sem opinbert orkufyrirtæki Grænlendinga rekur. Íslendingar reistu fjórar þeirra. Jafnframt eru nokkrar smærri bændavirkjanir í landinu, einnig reistar af Íslendingum. Grafík/Ragnar Visage Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. Fjallað var um orkumál Grænlendinga í fréttum Stöðvar 2. Í fréttamiðlinum Sermitsiaq kom fram að einhugur hefði ríkt um ákvörðunina á grænlenska þinginu. Tiltölulega lágt hlutfall af vatnsafli Grænlands hefur verið beislað. Bara á svæðinu milli tveggja stærstu bæjanna, Nuuk og Sisimiut, er talið að hægt sé að virkja 650 megavött. Grænlendingar eiga margar jökulár, eins og þessa í Syðri-Straumfirði.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdirnar felast annars vegar í stækkun 45 megavatta virkjunar við Buksefjörð, með 55 megavatta viðbót í nýju stöðvarhúsi, Buksefjorden 2. Vatnasviðið verður stækkað með 14 kílómetra löngum jarðgöngum sem áætlað er að skili 230 gígavattstundum á ári til viðbótar við núverandi framleiðslu, upp á 250 til 270 gígavattstundir á ári. Raforkan frá Buksefirði þjónar höfuðstaðnum Nuuk, sem með fólksfjölgun hefur í vaxandi mæli þurft að treysta á dísilrafstöðvar til að mæta raforkuþörf. Orkan er flutt 58 kílómetra leið til Nuuk en háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Virkjun sem Ístak reisti til að þjóna bænum Ilulissat var tekin í notkun haustið 2013.Ístak Hin virkjunin á að þjóna bæjunum Aasiaat og Qasigiannguit við sunnanverðan Diskó-flóa. Uppsett afl hennar er áformað 15 megavött og er áætlað að hún skili 94 gígavattstundum á ári. Nánar má lesa um áformin í skýrslu Nukissiorfiit, orkufyrirtækis Grænlands. Grænlendingar eiga í dag fimm vatnsaflsvirkjanir, sem samtals framleiða um 90 megavött. Virkjunin við Buksefjörð er langstærst, 45 megavött, en þar á eftir koma 22,5 megavatta virkjun í Ilulissat og 15 megavatta virkjun í Sisimiut. Hér má sjá yfirlit um orkuverin. Aðkomuhús virkjunarinnar í Paakitsoq skammt frá Ilulissat. Stöðvarhúsið er grafið inn í fjallið.Ístak Í skýrslu Grænlandsnefndar Össurar Skarphéðinssonar fyrir utanríkisráðherra, sem kynnt var í byrjun ársins, kemur fram að Íslendingar hafi reist allar virkjanir á Grænlandi, að frátalinni virkjuninni í Buksefirði. Þá hafi Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, komið að rekstri og eftirliti þarlendra virkjana. Ennfremur séu nokkrar bændavirkjanir á Suður-Grænlandi, sem allar hafi verið reistar af fjölskyldufyrirtæki í Árteigi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Úr stöðvarhúsi virkjunarinnar í Paakitsoq. Þar eru þrjár 7,5 megavatta aflvélar með alls 22,5 megavött.Ístak Í skýrslunni er hvatt til þess að komið verði á samstarfi íslenskra og grænlenskra stjórnvalda um smávirkjanir á Austur-Grænlandi sem miði að því að skipta út olíu sem orkugjafa við húshitun og rafmagnsframleiðslu. Er þar lagt til að Austur-Grænland verði tekið inn í smávirkjanaáætlun Orkustofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Haustið 2012 sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22,5 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Þriðji þátturinn fjallaði um mannlíf og ferðaþjónustu við Diskó-flóa: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Landsvirkjun Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjallað var um orkumál Grænlendinga í fréttum Stöðvar 2. Í fréttamiðlinum Sermitsiaq kom fram að einhugur hefði ríkt um ákvörðunina á grænlenska þinginu. Tiltölulega lágt hlutfall af vatnsafli Grænlands hefur verið beislað. Bara á svæðinu milli tveggja stærstu bæjanna, Nuuk og Sisimiut, er talið að hægt sé að virkja 650 megavött. Grænlendingar eiga margar jökulár, eins og þessa í Syðri-Straumfirði.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdirnar felast annars vegar í stækkun 45 megavatta virkjunar við Buksefjörð, með 55 megavatta viðbót í nýju stöðvarhúsi, Buksefjorden 2. Vatnasviðið verður stækkað með 14 kílómetra löngum jarðgöngum sem áætlað er að skili 230 gígavattstundum á ári til viðbótar við núverandi framleiðslu, upp á 250 til 270 gígavattstundir á ári. Raforkan frá Buksefirði þjónar höfuðstaðnum Nuuk, sem með fólksfjölgun hefur í vaxandi mæli þurft að treysta á dísilrafstöðvar til að mæta raforkuþörf. Orkan er flutt 58 kílómetra leið til Nuuk en háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Virkjun sem Ístak reisti til að þjóna bænum Ilulissat var tekin í notkun haustið 2013.Ístak Hin virkjunin á að þjóna bæjunum Aasiaat og Qasigiannguit við sunnanverðan Diskó-flóa. Uppsett afl hennar er áformað 15 megavött og er áætlað að hún skili 94 gígavattstundum á ári. Nánar má lesa um áformin í skýrslu Nukissiorfiit, orkufyrirtækis Grænlands. Grænlendingar eiga í dag fimm vatnsaflsvirkjanir, sem samtals framleiða um 90 megavött. Virkjunin við Buksefjörð er langstærst, 45 megavött, en þar á eftir koma 22,5 megavatta virkjun í Ilulissat og 15 megavatta virkjun í Sisimiut. Hér má sjá yfirlit um orkuverin. Aðkomuhús virkjunarinnar í Paakitsoq skammt frá Ilulissat. Stöðvarhúsið er grafið inn í fjallið.Ístak Í skýrslu Grænlandsnefndar Össurar Skarphéðinssonar fyrir utanríkisráðherra, sem kynnt var í byrjun ársins, kemur fram að Íslendingar hafi reist allar virkjanir á Grænlandi, að frátalinni virkjuninni í Buksefirði. Þá hafi Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, komið að rekstri og eftirliti þarlendra virkjana. Ennfremur séu nokkrar bændavirkjanir á Suður-Grænlandi, sem allar hafi verið reistar af fjölskyldufyrirtæki í Árteigi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Úr stöðvarhúsi virkjunarinnar í Paakitsoq. Þar eru þrjár 7,5 megavatta aflvélar með alls 22,5 megavött.Ístak Í skýrslunni er hvatt til þess að komið verði á samstarfi íslenskra og grænlenskra stjórnvalda um smávirkjanir á Austur-Grænlandi sem miði að því að skipta út olíu sem orkugjafa við húshitun og rafmagnsframleiðslu. Er þar lagt til að Austur-Grænland verði tekið inn í smávirkjanaáætlun Orkustofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Haustið 2012 sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22,5 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Þriðji þátturinn fjallaði um mannlíf og ferðaþjónustu við Diskó-flóa:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Landsvirkjun Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00
Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45
Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30