Shannon tvíburarnir segja Hefner hafa neytt sig í trekant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:39 Kristina Shannon, Hugh Hefner, and Karissa Shannon saman árið 2012. Getty/Jason Merritt Shannon tvíburarnir, fyrrverandi kærustur stofnanda Playboy, bera hann þungum sökum í viðtali sem birtist í gær. Þær saka hann meðal annars um að hafa neytt þær til að sofa saman. Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira