Hvers virði eru Samtökin ‘78? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. desember 2021 08:00 Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun