Slæmt ástand í herbúðum Manchester United eftir hrúgu af smitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 09:00 Ralf Rangnick þarf að glíma við hópsmit hjá liðinu sínu skömmu eftir að hann tók við Manchester United. EPA-EFE/Tim Keeton Kórónuveiran hefur komist á mikið flug innan herbúða Manchester United og það hefur ekki gengið vel að stöðva hópsmitið sem fór af stað um síðustu helgi. Manchester United þurfti að loka æfingasvæðinu sínu í heilan sólarhring á þriðjudaginn og það þurfti einnig að fresta leik liðsins í vikunni. Það virðist samt ekkert lát vera á smitum. Covid chaos grips Premier League as Manchester United are hit with 19 cases https://t.co/c6ZUhKfMs1 pic.twitter.com/tzWvFE4K21— Independent Sport (@IndoSport) December 16, 2021 Leikmenn og starfsmenn greindust með kórónuveiruna í hraðprófum á sunnudaginn og það var síðan staðfest með PCR prófum. Nú hafa enn fleiri greinst með kórónuveiruna eftir að liðið byrjaði að æfa á nýjan leik eftir að æfingasvæðið var opnað á ný. United æfði í gær en auðvitað án leikmannanna sem voru smitaðir. Independent segir frá því að eftir próf í gærkvöldi hafi komið í ljós að alls væru nítján leikmenn eða starfsmenn félagsins smitaðir af kórónuveirunni og sú tala er líkleg til að hækka enn frekar. Man United produce MORE positive Covid tests after Carrington training base is reopened to first-team stars | Simon Jones https://t.co/fG7P0xc4VA— MailOnline Sport (@MailSport) December 15, 2021 Leiknum á móti Brentford á þriðjudagskvöldið var frestað og nú er óvíst hvort að leikurinn á móti Brighton á Old Trafford á laugardaginn geti farið fram. Manchester United er í viðræðum við ensku úrvalsdeildina um að fá Brighton leiknum frestað en hann á að fara fram í hádeginu. Það er þegar búið að fresta þremur leikjum vegna smita hjá Tottenham, Watford og United en aldrei hafa verið jafnmörg smit í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og einmitt nú. Síðustu tölur voru 42 smitaðir en sú tala mun örugglega hækka meira þegar tölurnar verða opinberaðar næst. United recently had to shut down their training ground for 24 hours https://t.co/j0qgUWiAlu— FootballJOE (@FootballJOE) December 15, 2021 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Manchester United þurfti að loka æfingasvæðinu sínu í heilan sólarhring á þriðjudaginn og það þurfti einnig að fresta leik liðsins í vikunni. Það virðist samt ekkert lát vera á smitum. Covid chaos grips Premier League as Manchester United are hit with 19 cases https://t.co/c6ZUhKfMs1 pic.twitter.com/tzWvFE4K21— Independent Sport (@IndoSport) December 16, 2021 Leikmenn og starfsmenn greindust með kórónuveiruna í hraðprófum á sunnudaginn og það var síðan staðfest með PCR prófum. Nú hafa enn fleiri greinst með kórónuveiruna eftir að liðið byrjaði að æfa á nýjan leik eftir að æfingasvæðið var opnað á ný. United æfði í gær en auðvitað án leikmannanna sem voru smitaðir. Independent segir frá því að eftir próf í gærkvöldi hafi komið í ljós að alls væru nítján leikmenn eða starfsmenn félagsins smitaðir af kórónuveirunni og sú tala er líkleg til að hækka enn frekar. Man United produce MORE positive Covid tests after Carrington training base is reopened to first-team stars | Simon Jones https://t.co/fG7P0xc4VA— MailOnline Sport (@MailSport) December 15, 2021 Leiknum á móti Brentford á þriðjudagskvöldið var frestað og nú er óvíst hvort að leikurinn á móti Brighton á Old Trafford á laugardaginn geti farið fram. Manchester United er í viðræðum við ensku úrvalsdeildina um að fá Brighton leiknum frestað en hann á að fara fram í hádeginu. Það er þegar búið að fresta þremur leikjum vegna smita hjá Tottenham, Watford og United en aldrei hafa verið jafnmörg smit í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og einmitt nú. Síðustu tölur voru 42 smitaðir en sú tala mun örugglega hækka meira þegar tölurnar verða opinberaðar næst. United recently had to shut down their training ground for 24 hours https://t.co/j0qgUWiAlu— FootballJOE (@FootballJOE) December 15, 2021
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira