Play hefur miðasölu vestur um haf Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 11:04 Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. Frá þessu segir í frétt Boston Globe. Þar er rætt við Birgi Jónsson forstjóra þar sem hann segir að félagið muni bæta við fleiri áfangastöðum í Norður-Ameríku þegar fram líður. Í tilkynningu frá Play, sem send var á fjölmiðla á tólfta tímanum, segir að félagið muni fljúga til Logan-flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar, milli Baltimore og Washington. Play hafi nú fengið öll tilskilin leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna frá bandarískum flugmálayfirvöldum. „Þessi áfangi er afar þýðingarmikill fyrir PLAY því nú tekur við næsti kafli í sögu félagsins með því að bæta við tengifarþegum yfir Atlantshafið og stækka markaðssvæði PLAY. Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu. Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en til viðbótar við fyrrgreinda áfangastaði flýgur PLAY til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Bologna, Gran Canaria, Lissabon, Madríd, Malaga, Mallorca, Prag, Salsburg, Stuttgart og Tenerife. PLAY mun notast við sex nýjar Airbus A320neo og A321neo flugvélar næsta sumar. Airbus A320 fjölskyldan hentar rekstri PLAY sérstaklega vel. Stærð og drægni vélanna gera PLAY kleift að þjónusta stærri og minni markaði, nær og fjær, og þá eru þær sparneytnar á eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Vilhelm Síðustu mánuðir krefjandi Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé hreint út sagt magnað að horfa upp á árangur félagsins, nú þegar það hafi náð því markmiði sínu að hefja sölu á flugi til Bandaríkjanna. „Síðustu mánuðir hafa verið virkilega krefjandi á þessum óvissutímum sem stafa af kórónuveirufaraldrinum og við værum aldrei komin á þennan stað nema með ótrúlegu baráttuþreki starfsfólks Play sem hefur aldrei látið deigan síga. Þá er ég afskaplega stoltur af því að áætlanir um stækkun leiðakerfis okkar hafi gengið upp í þessu árferði. Árangurinn er öflugt flugfélag sem mun bjóða Íslendingum ódýrari valkost í flugi til Bandaríkjanna. Við finnum fyrir miklum ferðahug, bæði hér á landi og erlendis, en kannanir sýna að tveir þriðju Bandaríkjamanna eru að skipuleggja næsta frí með erlenda áfangastaði efst í huga. Nú getum við loksins boðið flug til og frá Boston og Washington D.C. þannig að ferðalangar geta komist til Íslands og yfir Atlantshafið á viðráðanlegu verði og notið dvalarinnar á áfangastað án þess að þurfa eyða of miklu til að komast þangað,“ er haft eftir Birgi. Í samtalinu við Boston Globe er rætt um örlög WOW air sem einnig hafi flogið til Boston og líkindin við Play. Segir Birgir að módel WOW hafi gengið mjög vel þar til að félagið hafi byrjað að fljúga á vesturströnd Bandaríkjanna. Segir hann að WOW hafi byrja að nota stærri vélar, meðal annars byrjað að fljúga meðal til Indlands og Ísraels og í raun eyðilagt viðskiptamódel sem var búið að sanna sig. Play Fréttir af flugi Ferðalög Bandaríkin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Frá þessu segir í frétt Boston Globe. Þar er rætt við Birgi Jónsson forstjóra þar sem hann segir að félagið muni bæta við fleiri áfangastöðum í Norður-Ameríku þegar fram líður. Í tilkynningu frá Play, sem send var á fjölmiðla á tólfta tímanum, segir að félagið muni fljúga til Logan-flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar, milli Baltimore og Washington. Play hafi nú fengið öll tilskilin leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna frá bandarískum flugmálayfirvöldum. „Þessi áfangi er afar þýðingarmikill fyrir PLAY því nú tekur við næsti kafli í sögu félagsins með því að bæta við tengifarþegum yfir Atlantshafið og stækka markaðssvæði PLAY. Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu. Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en til viðbótar við fyrrgreinda áfangastaði flýgur PLAY til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Bologna, Gran Canaria, Lissabon, Madríd, Malaga, Mallorca, Prag, Salsburg, Stuttgart og Tenerife. PLAY mun notast við sex nýjar Airbus A320neo og A321neo flugvélar næsta sumar. Airbus A320 fjölskyldan hentar rekstri PLAY sérstaklega vel. Stærð og drægni vélanna gera PLAY kleift að þjónusta stærri og minni markaði, nær og fjær, og þá eru þær sparneytnar á eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Vilhelm Síðustu mánuðir krefjandi Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé hreint út sagt magnað að horfa upp á árangur félagsins, nú þegar það hafi náð því markmiði sínu að hefja sölu á flugi til Bandaríkjanna. „Síðustu mánuðir hafa verið virkilega krefjandi á þessum óvissutímum sem stafa af kórónuveirufaraldrinum og við værum aldrei komin á þennan stað nema með ótrúlegu baráttuþreki starfsfólks Play sem hefur aldrei látið deigan síga. Þá er ég afskaplega stoltur af því að áætlanir um stækkun leiðakerfis okkar hafi gengið upp í þessu árferði. Árangurinn er öflugt flugfélag sem mun bjóða Íslendingum ódýrari valkost í flugi til Bandaríkjanna. Við finnum fyrir miklum ferðahug, bæði hér á landi og erlendis, en kannanir sýna að tveir þriðju Bandaríkjamanna eru að skipuleggja næsta frí með erlenda áfangastaði efst í huga. Nú getum við loksins boðið flug til og frá Boston og Washington D.C. þannig að ferðalangar geta komist til Íslands og yfir Atlantshafið á viðráðanlegu verði og notið dvalarinnar á áfangastað án þess að þurfa eyða of miklu til að komast þangað,“ er haft eftir Birgi. Í samtalinu við Boston Globe er rætt um örlög WOW air sem einnig hafi flogið til Boston og líkindin við Play. Segir Birgir að módel WOW hafi gengið mjög vel þar til að félagið hafi byrjað að fljúga á vesturströnd Bandaríkjanna. Segir hann að WOW hafi byrja að nota stærri vélar, meðal annars byrjað að fljúga meðal til Indlands og Ísraels og í raun eyðilagt viðskiptamódel sem var búið að sanna sig.
Play Fréttir af flugi Ferðalög Bandaríkin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira