Bloggari eða ekki, Björn Ingi heldur ótrauður áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 12:10 Björn Ingi heiti ég frá Viljanum stóð á grímum sem Björn Ingi lét prenta í faraldrinum og mætti með á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti vefsíðunni Viljanum, er ósáttur við skoðun formanns Blaðamannafélags Íslands að Viljinn sé bloggsíða hans. Hann bendir á að formaður félagsins sé fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og spyr hvort draumurinn sé að allir blaðamenn vinni hjá ríkinu. Deilan birtist í kjölfar þess að Margrét Friðriksdóttir fékk miðilinn Fréttin.is skráðan sem fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Margrét segist hafa stofnað miðilinn vegna þess að aðrir fjölmiðlar stundi markvissa þöggun á ákveðnum fréttum. Margrét Friðriksdóttir stofnaði nýlega miðilinn Fréttin.is.Vísir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Stundina að miðillinn sé bloggsíða sem vilji líta á sig sem fjölmiðil. Fréttir séu settar fram í ákveðnum tilgangi og starfi þannig ekki samkvæmt grundvallarreglum blaðamennsku. „Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um,“ segir um ritstjórnarstefnu Fréttin.is á vef Fjölmiðlanefndar. Margrét er skráð fyrirsvarsmaður og ábyrgðarmaður miðilsins. Ásýnd fjölmiðils en sé í raun bara bloggsíða Björn Ingi Hrafnsson hefur haldið úti Viljanum í að verða tvö ár en miðillinn er sömuleiðis skráður á vef Fjölmiðlanefndar. Viðvera Björns Inga á upplýsingafundum almannavarna vakti á sínum tíma mikla athygli enda á fæstra vitorði hver miðilinn var fyrr en á umræddum fundum. Björn Ingi er skráður ritstjóri og ábyrgðarmaður miðilsins en Hrafn Björnsson, faðir hans, er útgefandi og fyrirsvarsmaður. Um ritstjórnarlegt sjálfstæði segir að ritstjóri ráði einn efnisvali og beri ábyrgð á því. Fréttir á vefnum, sem undanfarnar vikur hafa verið í kringum ein á dag eða tæplega það, eru ýmist merktar „Ritstjórn“ eða „Kallinn“. Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg segir Viljann hafa ásýnd fjölmiðils en hún líti þó á hana sem bloggsíðu. „Við höfum séð þetta á síðastliðnum 18 mánuðum að Björn Ingi titlar sig sem blaðamann á Viljanum en hann er ekkert annað en bloggari á sinni eigin bloggsíðu. Hann hefur ekki verið að auka skilning fólks á því hvað felst í því að vera blaðamaður,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Stundina. Hún sé ekki að saka Björn Inga um óheiðarleg vinnubrögð. „Ég er að halda því fram að miðillinn hans geti ekki talist áreiðanlegur fréttamiðill sem vinnur samkvæmt skilgreiningum ritstjórnar og þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð því þetta er bara einn maður sem heldur úti bloggsíðu, það getur aldrei verið ritstjórn.“ Vísbending um að hann sé að gera eitthvað rétt Björn Ingi er ekki sáttur við þessi ummæli Sigríðar Daggar og svarar fyrir sig á Facebook. „Þetta er ansi merkileg sending frá formanni Blaðamannafélags Íslands, sem reyndar er líka starfsmaður Rikisútvarpsins sem er hægt og bítandi að kremja niður frjálsa fjölmiðlun í landinu og þarf endalaust meira fjármagn. Kannski er draumurinn sá að allir fjölmiðlamenn vinni hjá ríkinu,“ spyr Björn Ingi. Sigríður Dögg megi vel hafa sína skoðun. Hann ætli ekki að elta ólar við skoðun hennar að hann sé bloggari. „Að hún skuli nefna mig og Viljann sérstaklega er líklega bara vísbending um að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Björn Ingi. Hann nýtir tækifærið og rifjar upp feril sinn í fjölmiðlum. „Hef verið blaðamaður, fréttastjóri, þingfréttamaður, íþróttafréttamaður, ritstjóri, útgefandi og þáttastjórnandi í mörg hundruð þáttum í útvarpi og sjónvarpi,“ segir Björn Ingi sem fór fyrir Vefpressunni um tíma þar til fjölmiðlasamsteypan varð gjaldþrota. Hann segist ætla ótrauður að halda áfram að eiga samskipti við landsmenn vegna kórónuveirufaraldursins og sérfræðinga í því skyni að miðla upplýsingum og koma álitaefnum á framfæri við fólk. „En mikið væri nú gott að sjá formann Blaðamannafélagsins lyfta litlafingri til að verja frjálsa fjölmiðlun í þessu landi áður en hún deyr út í stað þess að ráðast að þeim sem eru þó að reyna að gera eitthvað.“ Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Deilan birtist í kjölfar þess að Margrét Friðriksdóttir fékk miðilinn Fréttin.is skráðan sem fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Margrét segist hafa stofnað miðilinn vegna þess að aðrir fjölmiðlar stundi markvissa þöggun á ákveðnum fréttum. Margrét Friðriksdóttir stofnaði nýlega miðilinn Fréttin.is.Vísir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Stundina að miðillinn sé bloggsíða sem vilji líta á sig sem fjölmiðil. Fréttir séu settar fram í ákveðnum tilgangi og starfi þannig ekki samkvæmt grundvallarreglum blaðamennsku. „Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um,“ segir um ritstjórnarstefnu Fréttin.is á vef Fjölmiðlanefndar. Margrét er skráð fyrirsvarsmaður og ábyrgðarmaður miðilsins. Ásýnd fjölmiðils en sé í raun bara bloggsíða Björn Ingi Hrafnsson hefur haldið úti Viljanum í að verða tvö ár en miðillinn er sömuleiðis skráður á vef Fjölmiðlanefndar. Viðvera Björns Inga á upplýsingafundum almannavarna vakti á sínum tíma mikla athygli enda á fæstra vitorði hver miðilinn var fyrr en á umræddum fundum. Björn Ingi er skráður ritstjóri og ábyrgðarmaður miðilsins en Hrafn Björnsson, faðir hans, er útgefandi og fyrirsvarsmaður. Um ritstjórnarlegt sjálfstæði segir að ritstjóri ráði einn efnisvali og beri ábyrgð á því. Fréttir á vefnum, sem undanfarnar vikur hafa verið í kringum ein á dag eða tæplega það, eru ýmist merktar „Ritstjórn“ eða „Kallinn“. Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg segir Viljann hafa ásýnd fjölmiðils en hún líti þó á hana sem bloggsíðu. „Við höfum séð þetta á síðastliðnum 18 mánuðum að Björn Ingi titlar sig sem blaðamann á Viljanum en hann er ekkert annað en bloggari á sinni eigin bloggsíðu. Hann hefur ekki verið að auka skilning fólks á því hvað felst í því að vera blaðamaður,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Stundina. Hún sé ekki að saka Björn Inga um óheiðarleg vinnubrögð. „Ég er að halda því fram að miðillinn hans geti ekki talist áreiðanlegur fréttamiðill sem vinnur samkvæmt skilgreiningum ritstjórnar og þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð því þetta er bara einn maður sem heldur úti bloggsíðu, það getur aldrei verið ritstjórn.“ Vísbending um að hann sé að gera eitthvað rétt Björn Ingi er ekki sáttur við þessi ummæli Sigríðar Daggar og svarar fyrir sig á Facebook. „Þetta er ansi merkileg sending frá formanni Blaðamannafélags Íslands, sem reyndar er líka starfsmaður Rikisútvarpsins sem er hægt og bítandi að kremja niður frjálsa fjölmiðlun í landinu og þarf endalaust meira fjármagn. Kannski er draumurinn sá að allir fjölmiðlamenn vinni hjá ríkinu,“ spyr Björn Ingi. Sigríður Dögg megi vel hafa sína skoðun. Hann ætli ekki að elta ólar við skoðun hennar að hann sé bloggari. „Að hún skuli nefna mig og Viljann sérstaklega er líklega bara vísbending um að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Björn Ingi. Hann nýtir tækifærið og rifjar upp feril sinn í fjölmiðlum. „Hef verið blaðamaður, fréttastjóri, þingfréttamaður, íþróttafréttamaður, ritstjóri, útgefandi og þáttastjórnandi í mörg hundruð þáttum í útvarpi og sjónvarpi,“ segir Björn Ingi sem fór fyrir Vefpressunni um tíma þar til fjölmiðlasamsteypan varð gjaldþrota. Hann segist ætla ótrauður að halda áfram að eiga samskipti við landsmenn vegna kórónuveirufaraldursins og sérfræðinga í því skyni að miðla upplýsingum og koma álitaefnum á framfæri við fólk. „En mikið væri nú gott að sjá formann Blaðamannafélagsins lyfta litlafingri til að verja frjálsa fjölmiðlun í þessu landi áður en hún deyr út í stað þess að ráðast að þeim sem eru þó að reyna að gera eitthvað.“
Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira