Stjóri Brentford vill fresta öllum leikjum í enska um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 16:01 Thomas Frank er knattspyrnustjóri Brentford FC. Hann vill róttækar aðgerðir. EPA-EFE/Vickie Flores Enska úrvalsdeildin hefur þurft að fresta fimm leikjum í deildinni síðustu daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Einn stjóri deildarinnar vill ganga enn lengra til að ná að hemja útbreiðslu smitanna. Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, greindi frá því á blaðamannafundi að fjögur tilfelli til viðbótar hefðu komið upp hjá hans liði. Þau eru alls orðin þrettán hjá Brentford. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Frank vill að enska úrvalsdeildin fresti öllum leikjum á næstunni til að gefa öllum færi á því að ná utan um hópsmitin sem eru á fleygiferð hjá mörgum félögum. Leik Tottenham og Leicester, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað en áður hafði verið frestað leik Tottenham og Brighton & Hove Albion, leik Manchester United og Brentford auk leiks Burnley og Watford. Þá var leik Manchester United og Brighton frestað eftir fundinn hans. „Mér finnst að við ættum að fresta allri umferðinni um þessa helgi. Kórónuveirusmitum fjölgar mikið hjá öllum félögum og það eru allir í vandræðum með þetta,“ sagði Thomas Frank. „Með því að fresta þessari umferð og deildabikarleikjunum í næstu viku þá gæfum við öllum að minnsta kosti eina viku, eða alla vega fjóra eða fimm daga, til að hreinsa til og gera allt sem þarf að gera á æfingasvæðunum. Við verðum að gera það til að rjúfa þessa smitkeðju,“ sagði Frank. „Í fótbolta er mikil nálægð. Sjúkraþjálfararnir þurfa að sinna leikmönnum. Við erum allir í klefanum á leikdögum, við ferðumst saman og það er því talsvert erfiðara fyrir okkur að vinna að heiman,“ sagði Frank. "We think we should postpone the full round of Premier League games this weekend. Everyone is dealing with it."Thomas Frank has revealed 13 players and staff have tested positive and the club and has called for all of this weekends fixture to be postponed pic.twitter.com/xIjKFKXyPM— Football Daily (@footballdaily) December 16, 2021 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, greindi frá því á blaðamannafundi að fjögur tilfelli til viðbótar hefðu komið upp hjá hans liði. Þau eru alls orðin þrettán hjá Brentford. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Frank vill að enska úrvalsdeildin fresti öllum leikjum á næstunni til að gefa öllum færi á því að ná utan um hópsmitin sem eru á fleygiferð hjá mörgum félögum. Leik Tottenham og Leicester, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað en áður hafði verið frestað leik Tottenham og Brighton & Hove Albion, leik Manchester United og Brentford auk leiks Burnley og Watford. Þá var leik Manchester United og Brighton frestað eftir fundinn hans. „Mér finnst að við ættum að fresta allri umferðinni um þessa helgi. Kórónuveirusmitum fjölgar mikið hjá öllum félögum og það eru allir í vandræðum með þetta,“ sagði Thomas Frank. „Með því að fresta þessari umferð og deildabikarleikjunum í næstu viku þá gæfum við öllum að minnsta kosti eina viku, eða alla vega fjóra eða fimm daga, til að hreinsa til og gera allt sem þarf að gera á æfingasvæðunum. Við verðum að gera það til að rjúfa þessa smitkeðju,“ sagði Frank. „Í fótbolta er mikil nálægð. Sjúkraþjálfararnir þurfa að sinna leikmönnum. Við erum allir í klefanum á leikdögum, við ferðumst saman og það er því talsvert erfiðara fyrir okkur að vinna að heiman,“ sagði Frank. "We think we should postpone the full round of Premier League games this weekend. Everyone is dealing with it."Thomas Frank has revealed 13 players and staff have tested positive and the club and has called for all of this weekends fixture to be postponed pic.twitter.com/xIjKFKXyPM— Football Daily (@footballdaily) December 16, 2021
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira