Rangnick lítt hrifinn af eftirlátssemi Solskjærs og breytir reglu Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:31 Ralf Rangnick tekur í spaðann á Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik sinn í starfi, í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace. AP/Jon Super Nýr knattspyrnustjóri Manchester United, Þjóðverjinn Ralf Rangnick, er ekki hrifinn af því að leikmenn fái að fara til annarra landa þegar þeir meiðast, líkt og Ole Gunnar Solskjær forveri hans leyfði. Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira