Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. desember 2021 12:18 Jón Gunnarsson ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins. Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins.
Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19