Sá sem er alvarlega slasaður hefur verið fluttur með þyrlunni á spítalann í Fossvogi.
Uppfært: 19:50 - Vegagerðin hefur opnað veginn aftur.
Hafnarfjall: Búið er að opna veginn. #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 17, 2021
Vegagerðin tilkynnti á fimmta tímanum að veginum undir Hafnarfjalli hefði verið lokað vegna slyssins og var fólki bent á að fara hjáleið um Geldingadraga.
Ökumaður sem er þarna á ferðinni og hringdi í fréttastofu sagði langar biðraðir bíla hafa myndast við slysstaðinn.