„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2021 22:00 Enn er á huldu hvað varð af Guðmundi og Geirfinni Einarssyni sem hurfu sporlaust árið 1974. Leitað var að þeim víða meðal annars í Hafnarfjarðarhrauni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira