Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 22:44 Málaferli um myndböndin sem tekin voru af forsvarsmönnum GirlsDoPorn hafa staðið yfir um árabil. EPA/JIM LO SCALZO Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir. Bandaríkin Klám Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta var niðurstaða alríkisdómara í Bandaríkjunum í gær en hún nær yfir fleiri en fjögur hundruð fórnarlömb forsvarsmanna síðnanna, sem hefur verið lokað. Í frétt BBC segir að Ruben Andre Garcia, einn eiganda síðnanna, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi í sumar fyrir að þvinga konur til að framleiða klámefni. Áhugasamir geta lesið tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um dóm Garcia. Hér má svo finna tilkynningu um úrskurð gærdagsins. Svöruðu auglýsingum um hefðbundin fyrirsætustörf Um er að ræða ungar konur sem svöruðu auglýsingum um fyrirsætustörf en í netsamskiptum var þeim boðinn há fjárhæð fyrir að gera klámmyndband sem þeim var sagt að yrði aldrei sett í almenna birtingu heldur selt einkaaðilum eða birt á DVD-diskum. Konurnar voru einnig settar í samband við aðrar konur sem þóttust hafa tekið sama boði áður og staðhæfðu að þær hefðu gaman af því að taka upp þessi myndbönd. Samkvæmt frétt Gizmodo fluttu forsvarsmenn síðnanna konurnar til Sand Diego til að taka upp myndböndin. Þegar á hólminn var komið og einhverjar reyndu að hætta við sögðu þær mennina hafa meðal annars hótað þeim lögsóknum og í þeim tilfellum þar sem eitthvað hafði verið tekið upp, hótuðu þeir að birta það þá netinu. Myndböndin voru svo birt víða og þar á meðal á einhverjum stærstu klámsíðum heims. Á fjórða tug kvenna höfuðuðu fyrr á árinu mál gegn eigendum Pornhub, vinsælustu klámsíðu heims, vegna myndbanda af þeim sem höfðu verið birt þar. Dómarinn í málinu komst einnig að þeirri niðurstöðu að Garcia ætti að greiða konunum átján milljónir dala í skaðabætur. Leita enn höfuðpaursins Michael James Pratt, annar forsvarsmaður GirlsDoPorn og GirlsDoToys sem er sagður hafa verið lykilmaðurinn á bakvið síðurnar, gengur enn laus og er á lista Alríkislögreglu Bandaríkjanna yfir þá aðila sem eru eftirlýstir og FBI vill hvað helst koma höndum yfir.
Bandaríkin Klám Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira