Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 11:31 Afganir skoða skemmdirnar eftir drónaárás Bandaríkjamanna í águst síðastliðnum sem varð tíu almennum borgurum að bana. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira